Ég á svo yndislegustu systir sem hægt er að hugsa sér að það hálfa væri nóg! :D fyrir utan einfaldlega að vera svona frábær eins og hún er ávalt, þá var hún að koma heim frá Bandaríkjunum núna í fyrradag og ég get svarið fyrir það að hún hefur ábyggilega keypt meira fyrir mig heldur en sjálfa sig... ok kannski ekki alveg, en allavega nálægt því! Ég fékk helling af bolum, hver öðrum flottari, nærföt frá Victorias secret og ilmvatn þaðan líka, svart töff buxnapils einhvern veginn með svaka blúndustreng yfir mjaðmirnar og eitthvað meira dútl! allt alveg ótrúlega flott :)
Núna eru bara 7 vinnudagar í sumarfrí og er mikil tilhlökkun í gangi... veit samt eiginlega ekki hvað ég get gert af mér í þessar tvær vikur fyrir utan þjóðhátíð náttúrlega, það er enginn annar í sumarfríi á sama tíma og ég þannig að þetta verður eitthvað skondið... kíki örugglega eitthvað austur og jafnvel bara norður til láka ef því er að skipta :) maður hlýtur nú allavega að finna sér eitthvað til að dunda sér við!
Svo styttist nú óðum í verslunarmannahelgina og vorum við svo heppnar að panta tímanlega með herjólfi þannig að við fengum sætin sem við vildum :) núna er orðið uppselt tilbaka á mánudeginum þannig að við sluppum naumlega!
Hvet ég alla að kíkja til Eyja enda verður þetta pottþétt stuð og fjör eins og alltaf ;)
23 dagar....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli