þá er fyrsta helgin í mars búin og má sko með sanni segja að dagarnir fljúga frá manni... var einmitt að hugsa um það í gær að eftir hálft ár verð ég byrjuð í skóla í DK ef allt gengur sem skyldi! hálft ár!!! þá verð ég farin af klakanum og byrjuð skóla í Danmörku... úff það er eitthvað svo rosalega stutt í þetta að það er hálf scary... held samt að ég sé meira spennt heldur en eitthvað annað ;) svo verðið þið bara að vera dugleg að heimsækja okkur þá verður þetta í besta lagi! hehe :P
annars kíkti ég í ljós í gær og eftir tvöfaldann ljósatíma fittar maður ágætlega inní hunt's fjölskylduna, svo mikið er víst! átti tvo ljósatíma eftir á kortinu mínu og ákvað að klára kortið bara og prófaði að fara í tvöfaldann tíma, hef aldrei gert það áður... en já ég var verst í gærkvöldi en svo í morgun var roðinn bara farinn og komin þessi líka fallegi litur í staðinn ;) svona fyrir utan andlitið sem er enn svona rauðbrúnt!! smart! heheh :P
ég var e-ð að vinna í dag og ein lítil pæja sat hjá mér og allt í einu kom uppúr henni "þú ert svo brún í andlitinu!" sko mína! ;) æjh hún er svo mikið æði, draumabarn allra og þvílikt yndi!
en já ég er ENNÞÁ þvílikt kvefuð and I don't like it!! var sett á pensílin en það virðist hafa lítið sem ekkert að segja... mér er nú bara ekkert farið að standa á sama um þetta ástand á mér, ég sko verð bara ekki lasin og hvað þá svona líka allsvakalega! en svona er þetta víst bara... that's life!
jæja, ætla að fara að koma mér undir sæng bara... skrifa frekar bara meira á morgun, þ.e.a.s. ef ég verð í bloggstuði ;)
-ciao-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli