það var enginn smá léttir þegar ég skilaði prófinu síðasta miðvikudag og nú er lítið annað hægt en að krossa fingur... en ég er sko langt frá því að geta farið að slugsa eitthvað!
núna þarf ég að fara að vinna að ritgerð og svo nátturlega vera dugleg að lesa... hef ekki staðið mig nægilega vel í því! þannig að það verður lítið um djamm hjá mér fyrr en eftir prófin... og það er alltof langt í það finnst mér!!!!!! en nú er víst að velja og hafna... ég VERÐ að ná prófunum upp á námslánin að gera og það er hægara sagt en gert þar sem þetta eru það þung fög... þannig að þetta er alveg tvöföld pressa get ég sagt ykkur...
en já ég er kominn með nýjann síma... sony félagi var alveg búinn að gefa upp öndina og núna er ég komin með nokia aftur... ekki alveg síminn sem var efstur á óskalistanum, enda kostaði sá ótrúlega mikið, en þessi er mjög fínn og þægilegur, enda segir maður ekki nei takk þegar maður fær síma að gjöf þó að hann hafi ekki alveg verið sá sem maður var með auga á! heheh :P
þarf samt aðeins að læra betur á hann... íslensk valmynd og eitthvað stúss sem ég er ekki vön ;)
í næstu viku er leynivinavika í vinnunni.. þannig að nú er málið að fara að finna eitthvað til að gefa henni/honum... bara spurning hvað það getur verið... allar hugmyndir vel þegnar ;)
eftir 5 mánuði verð ég komin til DK og líklega byrjuð í skólanum ef allt gengur eftir.. sem það gerir vonandi... leiðilegt samt að fá að vita það fyrst í byrjun ágúst hvort að við komumst inn eða ekki en svona er þetta víst... svörin eru send frá skólunummaður þorir eiginlega ekki að vera spenntur strax en við bara vonum það besta :)
langar rosalega að fara að æfa eitthvað þarna úti, og er eiginlega alveg búin að fá ottó til að æfa með mér badminton eða eitthvað í þá áttina... sem er æði þar sem ég var svo mikið í badminton þegar ég bjó úti og finnst mér það rosa skemmtilegt :)
jájájájájá... en lærdómurinn kallar víst... njótið helgarinnar! :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli