edda kom heim frá kúbu í dag og var stúlkan sú búin að næla sér í þónokkurn lit, enda fyrr mætti nú vera í 40 stiga hita! ;)það var víst rosalega gaman hjá þeim þarna úti og miðað við lýsingarnar væri ég alveg til í að fara þangað!!
en já talandi um brúnku þá skellti ég mér í ljós í dag og ég get svo svarið fyrir það að ég hef aldrei nokkurn tímann náð svona miklum lit! held að málið sé nýja olían sem ég notaði í dag ;) þegar við ottó vorum á kanarí í janúar þá keyptum við ógrynni öll af alls konar sólardóti, kremi og olíum og svoleiðis þar sem þetta var nú svo ódýrt þarna og ég var semsagt að prófa annan brúsa og þessi olía hefur líka svona rosaleg áhrif!! gaman að þessu, varð bara að deila þessum svakalegu fréttum með ykkur... heheh :P
horfði á 16. þátt af prison break í gær... ætla lítið að segja um hann... en var að heyra að það væri víst búið að semja um að gera seríu nr. 2.. veit ekki alveg hvað mér finnst um það sko... held að það gæti verið einum of, þá hljóta þeir að þurfa að teygja lopann ansi mikið og ég er ekki viss um að þeir geti haldið svona góðri spennu yfir svona marga þætti í viðbót... en welll... það verður víst bara að koma í ljós... annars finnst mér þessir þættir bara með þeim allra bestu sem ég hef fylgst með.... botna ekkert í fólki sem segist ekki geta sett sig nægilega vel inn í þá, það er bara rugl sko!! ;)
er búin að fá tvo pakka í vinnunni útaf leynivinavikunni... er búin að fá toblerone og 6 ilmkerti í pakka... voða huggó ;) það verður spennandi að sjá hver leynivinurinn er þar sem mig grunar eiginlega engann... sá engann koma með pakkana né neitt þannig að þetta er spennó :P
fékk í dag bréf frá enn einum skólanum í DK um að umsóknin hafi borist... þannig að allar mínar umsóknir eru komnar á áfangastað :) nú er bara að bíða fram í byrjun ágúst...
en já... það er einhver svakaleg þreyta í gangi núna í mér þannig að ég nenni ekki að skrifa meir í bili...
hafið það gott sykurpúðar!! :*
3 ummæli:
jájá... ég verð bara albínói við hliðina á ykkur negrunum ;) hehe
Oh ég verð að fara að fá 16.þátt....er búin að horfa á 14 og 15 og shit hvað ég get ekki beðið eftir seinustu þáttunum !! En við Biggi fáum þetta frá vini okkar svo ég verð bara að bíða þolinmóð, þýðir ekkert að vera með frekju ;)
annika mín einhvern efast ég um það... er nú kannksi ekki alveg það brún, frekar svona rauðbrún bara!! híhí :P
íris þessir þættir eru náttúrlega fáranlega góðir í alla staði ;)
man hvað ég var óþolinmóð að bíða þegar langa pásan var! miðað við hvað ég get verið óþolinmóð þá hefði ég eiginlega ekki átt að byrja að horfa á þessa þætti fyrr en búið væri að sýna þá alla, þannig að ég hefði bara getað horft á þá alla í einu og ekki þurft að bíða svona spennt eftir hverjum og einum þætti... heheh :P
Skrifa ummæli