jæja já.. þá er maður sko loksins búin í þessum blessuðum prófum og bækurnar nánast komnar í kassa undir súð því í þær verður sko ekki gluggað meir á næstunni! ;)
en já, það gekk ekki vel í síðasta prófinu mínu á fimmtudaginn, en það var aðferðafræði þannig að ég bjóst nú ekkert frekar við því og verður það sko algert kraftaverk ef ég næ því... þannig að ég býst alveg við þokkalegu falli í því... en það þýðir ekkert að vera að pæla meira í því, búið og gert og maður verður bara að bíða og sjá... :)
eftir prófið var mér svo létt að ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að fara að gera þannig að ég fór bara eitthvað að tjilla og njóta lífsins á ný... ljúft!
svo á föstudaginn fór ég til tannlæknisins (fékk aðra tíma hjá hinum læknunum þar sem ég nennti ekki að eyða deginum í algert læknastúss enda ekki það brýnt að komast að) og hann sagði mér að hann treysti sér ekki til að klára þessa aðgerð og að ég yrði að komast til sérfræðings! jahá... það er nota bene þriggja til fjögurra mánaða bið hjá þessum sem hann vísaði mér til!! og það þýðir jafnvel það að ég verði að fara til sérfræðings úti í DK frekar ef ég fæ ekki tíma hjá þessum áður en við flytjum út í ágúst...þetta er nú bara vesen sko! en svona er þetta víst og verð ég láta mig hafa það þar sem þetta er aðgerð sem verður að klára...
en já svo þegar deyfingin var farin að mestu hitti ég bara ottó og fengum við okkur að borða....
svo kom kvöldið í allri sinni dýrð og var fólk farið að streyma til mín uppúr níu og var liðið bara hressleikinn uppmálaður enda ekki annað hægt :P vorum við svo bara heima hjá mér að tjútta til svona eitt en þá lá leiðin niður í bæ en þangað hef ég ekki farið á djamm í dágóðann tíma! var eiginlega bara á hressó allan tímann en þar fékk ég alveg nokkur góð compliment sem voru sko alveg að gera sig... hehe alltaf gaman að því ;)
en já, ég gafst samt upp um fjögur leytið, alveg búin á því, eða tærnar voru alveg búnar á því.. hehe, kramdar og aumar og meikuðu ekki meira og greinilega komnar úr allri djamm og dansiæfingu :P
lenti svo á ógeðslegasta leigubílstjóra sem ég veit um þegar ég var að fara heim... án djóks þá hef ég aldrei verið jafnsmeik í leigubíl og var ég farin að búast við hinu versta bara! hvernig hann var og hvernig hann talaði... úff... en ég komst þó heil heim á endanum og það er nú fyrir mestu.. :)
gærdagurinn fór svo bara í tjill... ottó kláraði sín próf í gær og í tilefni þess skelltum við okkur í ríkið og keyptum nokkra ískalda carlsberg og smá rauðvín :) svo var bara farið í smá ísbíltúr og notið sólarinnar... um kvöldið pöntuðum við okkur svo bestu pizzu sem ég hef nokkurn tímann fengið, fengum okkur einn ískaldann og leigðum king kong... veit ekki ennþá alveg hvað mér finnst um hana... hún er nokkuð góð en samt er margt sem er ekki nógu gott og sem gæti verið betra... en núna er maður allavega búin að sjá hana enda hefur mig langað að sjá hana svo lengi :)
svo er bara vinna í fyrramálið, hlakka svo til að fá að vita á hvaða deild ég verð... og svo er ég ekki búin að fá að vita á hvaða tíma ég verð, þannig að þetta kemur allt í ljós á morgun :)
spennó...
2 ummæli:
O bara næs að taka nokkurra daga frí eftir próf... Ég feilaði á því! mætt í vinnuna og kláraði prófin í gær ;)
Hvar ertu að vinna?
hehe, þú ert bara svona dugleg ;) en já ég er bara að vinna á leikskóla uppi í árbæ... mjög þægilegt og ég tala nú ekki um hvað þetta er skemmtilegt þó að launin séu nú ekki til að hoppa hæð sína yfir :)
en verður þú alveg í bt í sumar eða?
Skrifa ummæli