fimmtudagur, september 14, 2006

Ætli það sé bara ekki kominn tími á nýtt blogg...

Erum bæði byrjuð í skólanum og líkar okkur bara ágætlega. Ottó er reyndar heppnari að því leiti að það eru fullt af íslendingum með honum í hóp meiri að segja e-r æskuvinur Írisar Thelmu, hehe lítill heimur! En já, honum líst alveg vel semsagt á sinn skóla... mínar kennslustundir eru allt öðruvísi upp byggðar en hjá honum. Allir tímarnir sem Ottó fer í eru bara svona stórir fyrirlestrar, semsagt eins og í HÍ bara, ekkert nafnakall eða neitt svoleiðis og mæting er bara upp á eigin ábyrgð. Hjá mér aftur á móti skiptist kennslan í tvennt. Það eru þrír tímar í viku sem eru stórir fyrirlestrar með öllum enskunemendunum og svo fjórum sinnum í viku er bekkjarkennsla (ca. 24 manns) með nafnakalli og alles!! hmm... ekki alveg að fíla það, því að maður má bara missa út EINN tíma í hverju fagi eða maður er fallinn! :S en þetta verður kannksi bara til þess að maður læri betur... finnst þetta bara svo fyndið svona í háskóla, veit ekki um þetta neins staðar annars staðar í háskólum!

En já, í fyrsta fyrirlestrartímanum með öllum bekkjunum semsagt, spurði ég einhverja stelpu sem stóð þarna hliðiná mér um eitthvað og samtalið (sem var á ensku) fór einhvern veginn útí það að ég sagði að ég vissi ekki eitthvað í sambandi við þetta sem við vorum að tala um því að ég væri frá íslandi og tiltölulega nýkomin. Þá kemur frá henni: " ERTU FRÁ ÍSLANDI??" hehe á íslensku! Klikkað fyndið, af svona ca. 180-200 manna hóp eru tveir útlendingar (semsagt við) og við erum báðar frá sama landi og ég fór akúrat að tala við hana! Var einhver að tala um lítinn heim! :D Erum samt ekki í sama bekk en hittumst þó alltaf í sameiginlegu fyrirlestrunum sem er rosa fínt :)

Við erum flutt í íbúðina okkar og erum eiginlega gott sem búin að koma okkur fyrir. Eftir þónokkrar ferðir í húsgagnaverslanir og ikea erum við búin að kaupa allt þetta stóra sem við þurftum að kaupa... stóla, skápa og svoleiðis. Keyptum líka svefnsófa í síðustu viku og áttum að fá hann sendann heim fimmtudagskvöldið síðasta en þá var hringt í okkur sama dag og okkur tilkynnt það að hann væri ekki til neinstaðar í Danmörku og gætum við ekki fengið hann fyrr en semsagt síðasta mánudag sem. Við nátturlega urðum bara að sætta okkur við og vorum tilbúin að taka við honum á mánudaginn... en nei, ekki kom sófinn! Ottó hringdi alveg foxillur á þriðjudaginn og fengum við þá þær upplýsingar að við gætum ekki fengið hann fyrr en NÆSTA mánudag! og þá kom sko skammarræðan frá reiðum Ottó, hehe! léleg þjónusta og blabla... en hann náði að fá sendingarkostnaðinn endurgreiddann allavegana enda hefði annað nú bara verið lélegt af búðinni þar sem við erum löngu búin að borga sófann og áttum nátturlega upphaflega að fá hann í síðustu viku!

Eins gott að sófinn komi næsta mánudag, því sama dag eru mamma og pabbi að koma í heimsókn og ekki látum við þau sofa á gólfinu ;) en já, þau eru semsagt að koma til DK og ætla að gista allar næturnar hjá okkur nema eina, þ.e. þegar þau fara til Sverige. Okkur er ekki lítið farið að hlakka til að fá þau heimsókn enda er mér farið að þyrsta í gesti! hehe... hint hint til ykkra allra! :P

Erum loksins búin að fá bankareikning og dönsk símanúmer... man reyndar ekki alveg símanúmerið mitt í augnablikinu þannig að ég verð að fá að setja það hérna inn þegar ég er heima, með blaðið fyrir framan mig :)

Nettengingin hjá okkur í íbúðinni er ekki upp á marga fiska þannig að það verður því miður eitthvað takmarkað hversu mikið maður kemst á msn og skype, en það verður sko reynt og reynt! töluðum við kallinn yfir kollegiinu og sagði hann að þeir væru búnir að reyna að redda hraðari nettengingu en það sé núna komið yfir ár síðan beiðnin fór fram og ekkert ennþá gerst... danirnir ekki beint að drífa sig í hlutunum... en við skulum samt vona það besta :) einhver nettenging er þó betri en engin...

Er núna í gati í skólanum og gat ég reddað mér netaðgang hérna en þá kemst ég engan veginn inná msn! djös drasl! :( ætla að reyna að redda því líka... hmm... veit nú samt ekki alveg hvernig... :D

Best að fara að kíkja aftur í doðrantana! (bókin sem ég á að vera að lesa núna er yfir 3000 bls!!!!!!! og nokkrar aðrar eru mjög svipaðar! :S)
En ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga héðan frá DK, ekki bara hálfsmánaðarlega ;)

bæ í bili elskurnar!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá ! æskuvinur minn ??? Hver þá ? Andri ?
Gaman að þessu ;) mjög svo lítið land :)
En já hvað ertu svo að læra þarna í ensku ? bókmenntir og svoleiðis ?

Nafnlaus sagði...

hann heitir indriði... :)

en ég er fjórum fögum, semsagt í gamaldags enskum bókmenntum, textagreiningu, sögu enskunnar og svo í grammar ;)

ekkert smá þungt efni í bókmenntunum og textagreiningunni... sé sko fram á HÖRKU púl!

hvernig líst þér svo á annað árið hjá þér? :)

Nafnlaus sagði...

Ok ég verð bara að viðurkenna það að ég man ekki eftir neinum Indriða !! Ertu alveg viss um að þetta sé réttur gaur ???
Anyways þá líst mér bara mjög vel á annað árið í enskunni, ekkert smá skemmtilegt, á reyndar eftir að fara í einn áfangann....en það kemur í ljós bara ;)
Já enskan er ekki eins auðveld og margir halda ;)

Nafnlaus sagði...

Loksins loksins er búin að vera að bíða eftir bloggi frá þér :) og nú er það komið VEIVEI
soldið furðuleg þessi mætingarskylda hjá þér hef sjaldan heyrt um svona áður.
Hefuru prófað webmsn? það ætti að virka.. vonandi..
Hafðu það gott

Nafnlaus sagði...

hehe, ég er alltaf að segja ottó að láta hreinsa úr eyrunum sínum... var að spurja hann aftur hvort þessi gaur héti fyrir víst indriði en ekki andri og þá varð hann alveg: jú það getur reyndar alveg verið!! þessir strákar! hehe en þá er þetta semsagt ANDRI en ekki Indriði :D

Nafnlaus sagði...

gaman að heyra í þér líka vala ;)þetta webmsn... er það eitthvað sem maður þarf að downloada? fann eitthvað svona msn live og því þarf maður að downloada en ég komst samt ekki inn á því... áttu link á það? :P

Nafnlaus sagði...

nei ekkert sem þarf að downloada.
http://webmessenger.msn.com/
svo á bara að vera hægt að signa sig inn :)
Vonandi virkar það.

Nafnlaus sagði...

æði! takk fyrir það skvís... tékka á þessu næst þegar ég er uppi í skóla :)