yndislegt að vera svona í fríi á föstudögum... þó að maður reyni nú auðvitað að nota hann að einhverju leyti í lærdóm þá er svo mikill munur að þurfa ekki að stressa sig á fætur klukkan 6 og allt sem því fylgir... :)
veðrið hérna úti er búið að vera alveg frábært! í gær til dæmis stóð 25 stiga hiti á mælinum, ekki eitt ský á himni og alveg logn! talandi um steik sko... og september er hálfnaður! hehe alveg magnað ;) og það á víst að vera svona eitthvað áfram... reyndar lítur út fyrir að mamma og pabbi komi með rigninguna með sér því það á akúrat að byrja að rigna á mánudaginn :( vona að spáin breytist!
frekar erfitt að koma sér í að læra þegar maður hefur 9 stöðvar í sjónvarpinu alveg fríar og dagskrá allan daginn á þeim öllum! vorum ekkert smá ánægð þegar við komumst að því að við værum með heilar 9 stöðvar enda hvorugt haft svo margar stöðvar áður :D fyndið samt, við fengum að flytja inn í íbúðina miðvikudagskvöldið sem danmörk-ísland leikurinn var og það fyrsta sem var tekið upp og sett saman var sko ekki rúmið eða neitt svoleiðis, nei... það var sjónvarpið til að gá hvort að við gætum náð leiknum :P klikkað lið! en ekki kvörtum við... náum allri meistaradeildinni ókeypis og ottó er nú ekki lítið ánægður með það!
annars ætla ég að reyna að koma mér í smá lærdóm og kíkja aðeins í city 2 (svona kringla) í pínu búðarrölt :)
það eru komnar nokkrar nýjar myndir inná myndasíðuna hérna til hliðar... eða just press here ;)
og tadaradara... danska númerið mitt sem það vilja er.... 21838769 og muna að hafa 0045 fyrir framan ;)
1 ummæli:
Skemmtilegar myndir!:) jæja ætla að bjalla i þig eins gott að þu svarir...hihi!;) knus og kram
Skrifa ummæli