laugardagur, nóvember 25, 2006

vó... minna en mánuður í jólin!! hversu óraunverulegt er það....

hlakka samt ýkt til enda finnst mér desember mánuður einn af skemmtilegustu mánuðum ársins... hlakka til að fara í jólatívolí, baka æbleskiver, kaupa jólagjafir, skrifa jólakortin, kaupa brændte mandler, baka smákökur, hlusta á jólalög og fá snjó!! án snjós er miklu erfiðara að komast í jólagírinn finnst mér... en ó hvað ég hlakka til!

veit reyndar ekki alveg hvenar ég að finna mér tíma til njóta desembers þar sem það verður madness að gera í skólanum þá en ég verð bara að reyna að vera dugleg að skipuleggja mig svo að ég hafi pláss fyrir jóladunds...

hérna er frekar haustlegt en vetrarlegt... 11 stiga hiti og allt minnir frekar mikið á haust bara... það er reyndar byrjað að skreyta á nokkrum stöðum og þá áttar maður sig á því að það senn líður að jólum og þau verða komin og farin áður en maður veit af...

er ekki byrjuð að versla jólagjafir ennþá, en ég ætlaði að vera rosa dugleg og byrja á því helgina sem Annika og Karó voru hérna en einhvern veginn tókst mér það ekki... það bara gleymdist somehow enda var sú helgi svo rosalega fljót að líða... time flies when you're having fun... þannig að ég á allar jólagjafirnar eftir, en það reddast ;)

svo er planið bara að kíkja út að borða í kvöld á Cafe Felix... var víst búin að lofa Ottó að bjóða honum borgara þar þannig að þangað er stefnan tekin í kvöld... en þangað til eru það víst ritgerðarskrif á milljón...

Engin ummæli: