þriðjudagur, desember 12, 2006

ó boy ó boy... skilaði líklegast lélegusutu ritgerð sem ég hef nokkurn tíma látið frá mér í gegnum tíðana í dag! þetta fag og ég erum bara ekki að smella... reyndar er þetta fag ekki að smella við neinn sem ég veit um í bekknum þannig að margir frekar svartsýnir á þessa lokaritgerð! en jákvæða hliðin á þessu er að kennarinn ætlar að leyfa þeim sem falla að skrifa hana aftur og skila í byrjun janúar... er samt SVO að vona að það komi ekki til þess þar sem ég þarf að vera að einbeita mér að öðru tveimur fögum í janúar! en þetta kemur bara í ljós...

ætlaði svo að fara í smá jólagjafaleiðangur eftir ritgerðaskilin en endaði einhvern veginn bara með að kaupa eina flík og hún var handa mér... góð auður! en þetta var klikkað fín "jóla"skyrta sem ég fann í ZARA þannig að ég bara keypti hana! :)

var svo utan við mig í dag að ég gleymdi að klippa af klippikortinu áður en ég tók lestina frá kbh. OG fattaði að ég hafði líka gleymt því morgun á leiðinni í skólann! alger sauður! lestarverðirnir hérna eru nefnilega fáranlega strangir á þessu og ef þeir koma og maður er ekki með miða þá er það 600 kr danskar í sekt takk fyrir! þannig að ég var bara fáranlega heppin að sleppa... (get sko alveg notað þennan pening í eitthvað betra en í svona sekt!) annars held ég að málið sé að við erum vanalega með mánaðar passa sem maður þarf bara að sýna lestarverðunum (=græna kortið í strætó heima) en hann er runninn út og svo stutt þangað til við komum heim að okkur fannst ekki taka því að kaupa nýja strax og keyptum bara klippikort í staðinn... þarf aðeins að venjast því aftur greinilega! ;)

annars hringdi láki kallinn í mig í gær... langt síðan maður hefur heyrt í honum en hann er að koma til DK núna í lok desember þannig að ég næ ekki að hitta hann meðan hann er hér... fúlt er það! annars er alltaf að bætast við fólk sem ætlar að koma í heimsókn til okkar á næsta ári og það er bara rosa gaman! hlakka mikið til :)

fæ ritgerðarefnið fyrir næstu ritgerð í fyrramálið og þá byrjar síðasta törnin hjá mér áður en við komum heim!! ætla að reyna að drífa þetta bara af sem fyrst... (segi þetta reyndar eiginlega alltaf en núna SKAL ég!) ég enda alltaf á að vera að klára ritgerðirnar mínar nóttina fyrir skil... CLEVER? ekki svo..! ég er reyndar ekki ein um þetta í bekknum, þetta er víst voða algengt... einn kláraði ritgerðina sem átti að skila kl.9 í morgun, klukkan 8! annar var að til 6 í morgun og svo veit ég um nokkra sem voru að til svona 3-4 í nótt! þannig að ég er ekki ein um þetta vandamál! ;)

allavega...

...8 dagar í ÍSLAND!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég las ritgerðina, hún er ekki eins slæm og auður talar um.... Allir geyma ritgerðir fram á síðasta dag. Er einhver sem hefur skilað ritgerð nokkrum dögum áður en á að skila???

Nafnlaus sagði...

Ég skila yfirleitt ritgerðum og verkefnum rétt fyrir skilatíma, þannig að ef skil eru kl.9 um morgunn þá er ég að skila því inn um 7 leytið....alveg ótrúlegt hvað maður verður duglegur síðustu tímana fyrir skil....

Nafnlaus sagði...

sætt af þér að kommenta á þetta ottó, en þú veist það vel, þessi ritgerð sökkar feitt! þú ert bara of sætur í þér til að viðurkenna það! ;)

hehe já þetta er nokkuð magnað íris! :) þó að maður hafi jafnvel tvær vikur eða meira í eitthvað verkefni þá dregur maður þetta alveg fram á síðustu stundu! og aldrei lærir maður af þessu... allavega ekki ég!