miðvikudagur, apríl 25, 2007

jei nú er sumarið aftur komið hingað til okkar... bara daginn eftir að ég var að monta mig yfir hvað væri æðislegt veður hérna, varð skítkalt og bara alvöru íslandsveður sem við vorum nú ekkert altof sátt með! en núna er þetta aftur komið á rétt ról og fer maður sko út að lesa næstu daga miðað við spánna! ;)

annars er bara fátt nýtt héðan sko, já eða svona...
skólinn gæti ekki verið meira á fullu og er mig farið að kvíða soltið fyrir prófunum eftir rúman mánuð eða þá er ég að tala um munnlega prófið sem ég fer í... hin eru ekki svo slæm og er ég nú alveg frekar bjartsýn á þau! :)
minnir að síðasti kennsludagurinn hjá mér sé 18. maí en þá hefst prófalesturinn hjá manni... STUÐ!

annars varð ég einum frændanum ríkari síðustu helgi og þvílík bjútíbolla sem Maggi og Laufey eignuðust... þvílikt sætur alveg! hlakka til að knúsa hann í sumar!
svo koma Villi, Olga og litli ofurtöffarinn hann Jóhann tilbaka núna á sunnudaginn og verður sko mikil gleði að fá að knúsa hann í tætlur! þau eru náttúrlega búin að vera alveg tvo mánuði á klakanum og er ég búin að sakna litla kúts þvílíkt mikið, er örugglega ekki eftir að þekkja hann aftur en hann er aaalveg að verða fjögurra mánaða! hehe... ein ofurspennt frænka hérna! :Þ

svo styttist í að maður komi til Íslands, vitum reyndar ekki ennþá alveg hvenar en það verður bara að koma í ljós þegar að nær dregur og allt verður komið á hreint hjá okkur...!

ætla svo að fara að splæsa á mig sæta sumarskó fyrst að sumarið er svo gott sem byrjað hérna en get bara ekki alveg ákveðið hvernig... er orðin frekar pikkí með það sem ég er að kaupa, don't know what is happening to me, eins gott að þetta sé bara eitthvað timabil!! er búin að skoða í fullt af búðum og hérna á netinu en finn enga spes... hehe en ég hlít að finna einhverja sem mér líkar! :)

en vá hef eiginlega ekkert spennandi að segja, held ég sé hálf sofandi eftir að ég rotaðist áðan eftir skóla! hef kannksi eitthvað meira spennandi að segja á næstunni... we'll see... ;)

þangað til næst...

adios

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra í þér.. Hlakka tið að hitta þig þegar þú lætur sjá þig á klakanum ;)

Nafnlaus sagði...

sömuleiðis skvísa :)