föstudagur, maí 11, 2007

Alveg er þetta magnað hvað tíminn er fljótur að líða hérna, enn ein vikan búin og styttist óðum í að ég byrja í prófunum og að við komum heim!

Vikan fór mestmegnis í að læra bara eins og maður tarf víst að gera þegar það er svona stutt í próf :/ en svo fórum við að kjósa á þridjudaginn niður í sendiráð og gekk það alveg ágætlega svona fyrir utan það að við lentum í verstu rigningu sem við höfum nokkurn tímann upplifað og ekki nóg með það, þá komu alveg huge hagléljakúlur (eða hvað sem þetta heitir nú)! Ég sem hélt ad Ísland væri bara með svona skrýtið veðurfar... en já, við kusum og allt ok með það en svo ætluðum við að láta kallinn fá atkvæðin en þá tilkynnti hann okkur það að við þyrftum sjálf að koma atkvæðunum til skila og senda þau semsagt sjálf til Íslands! Ottó var nú ekki alveg á því ad kyngja því sísvona en kallinn þarna gat ekki komið með nein haldbær rök fyrir þessu og sagði bara að þeim væri ekki treyst fyrir þessu og gætu farið að kíkja í umslögin og þessvegna væri þetta nú svona! ALVEG SPES! En lítið hægt að gera í því, svona er þetta víst bara, eins kjánalegt og þetta nú er...

En já... veit nú ekki hvort maður eigi eitthvað að vera að tjá sig um þetta eurovision... þetta er orðið svo leiðilegt að maður er alveg búin að missa þennan litla áhuga á þessu sem ég hafði fyrir! það er ekki séns að Ísland muni nokkurn tímann komast í aðalkeppnina ef þetta skipulag heldur svona áfram... þyrfti að hafa bara tvær forkeppnir og hafa Austurevrópu í annari og restin af Evrópu í hinni og þá kæmust bara ákveðið margir áfram úr hvorri! Annars er þetta bara glatað spil fyrir alla utan Austur-Evrópu og getum við þá alveg bara sleppt því að taka þátt í þessu og sparað þann pening!! Ætlaði nú ekki að horfa á keppnina gær vegna lærdóms en langaði samt að sjá Eirík og miðað við hvað þetta var fínt hjá honum ákvað ég að horfa á keppnina með öðru auganum og sjá hvort það væri mikið af lögum sem væru betri en okkar, en vó get nú ekki sagt það!! Fannst svona 80% af þessum lögum hrútleiðileg!! Reyndar fannst mér Ungverjaland skást og var það eitt af fáum sem komst áfram sem mér fannst að átti skilið að komast áfram!! En svona er þetta víst bara.. hef eiginlega alveg misst áhugann á þessari keppni síðustu ár og ekki séns að ég nenni að horfa á keppnina á morgun... hehe en nóg um það! :P

Síðustu helgi vöknuðum við Ottó upp um fjögurleytið laugardagsnóttina við eitthvað tal útí garði og allt í lagi með það en svo allt í einu heyrðum við þvílíkann hvell og alveg greinilegt að það væri verið að smassa rúðu nálægt okkur. Við orðin ansi smeik héldum að þetta væri innbrot og aftur kom svona smass, greinilegt að einhver var harðákveðinn í að komast þarna inn... Ég ætlaði að fara að bjalla í politiet en þá sá Ottó sem var að gægjast útum rimlagardínurnar að það væru tveir einkennisklæddir menn að hoppa yfir múrinn bakvið hjá okkur og greinilegt að einhver annar var búinn að hringja á lögguna! Við heyrðum svo einhver læti útá gangi en Ottó vildi ekki að við værum að fara fram og tékka hvað væri að gerast þannig að við bara földum öll verðmæti og reyndum að fara aftur að sofa sem gekk nú ekkert alltof vel! En svo daginn eftir spurðum við einn gaur á ganginum okkar hvað hefði verið að gerast þarna um nóttina og þá semsagt á stelpan í þessari íbúð sem þetta gerðist hjá, svona kolklikkaðan og crazy afbriðisamann kærasta sem hafði verið svona líka brjálaður útí hana að guð má vita hvað hann ætlaði sér! þetta er víst ekki í fyrsta sinn sem það er eitthvað svona vesen á þessu liði og er fólkið á ganginum víst alveg búið að fá nóg... skiljanlega!! þetta er ansi mikil vandræðagangur sem við búum í og t.d. höfum við ásamt öðrum vaknað nokkrum sinnum á nóttinni og þá er einn strákur augljóslega að berja kærustuna sína og stundum hefur maður gjörsamlega haldið að hann muni bara drepa hana! Hvad fær kalla til að gera eitthvað svona ógeðslegt?!? :/ frekar óþægilegt að vakna við svona og líka bara að vita af einhverju svona og það versta er að það er ekkert hægt að gera neitt í þessu þar sem stelpan ver víst alltaf kærastann sinn eftir þetta!! þetta einmitt gerðist líka eina nóttina sem foreldrar Ottós voru í heimsókn og frekar leiðilegt fyrir þau sem gesti að vakna við svona læti!! en það hefur sem betur fer ekkert verið svona læti frá þeim aftur í ágætis tíma, vona bara að hún hafi tekið sig til og losað sig við hann!!! En já nenni ekki að tala meira um eitthvað svona ljótt!! En get ekki annað sagt en mig hlakkar SVO til að flytja héðan!!!

Yfir í eitthvað annað skemmtilegra!!

Við létum LOKSINS verða af því að panta okkur tíma í strípur næsta miðvikudag og get ég án djóks sagt að ég sé komin með rót niður að eyrum!! Haha, very very smart ;) þetta er reyndar mun dýrara en því sem við erum vön og bara strípur í mitt hár mun kosta 10000 ísl. kr. En það verður að hafa það, ég bara get ekki verið svona lengur, hef aldrei verið svona og kann engan veginn við þetta... þegar ég er með hárið mitt í tagli halda allir að ég sé með dökkt hár... ehemm :/

Hey halló! er búin að skrifa alltof mikið... efast um nokkur endist í að lesa þetta and I don’t blame them... ;) en ég er farin að læra!!

ciao

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff það hlítur að vera óþægilegt að vera með svona nágranna... Veit ekki hvort ég myndi höndla það að hafa Achmed í garðinum... :S

Vala Rún sagði...

hæ skvísa! er að fara að senda þér mail þannig að look at your mail box soon dear... þarf að fá smá fréttauppdeit hjá þér! ps. las allt bloggið, hvað segir það um mig (á að vera að læra undir próf) haha...hmms...

Nafnlaus sagði...

hehe já vala, Achmed útí garði yrði ábyggilega ansi spes...!! ;)

og þú þarna svíaskvísa... þú ert greinilega alveg að standa þig í lærdómnum... :Þ híhí, ekki það að ég sé eitthvað betri sjálf... ehemm... spark í rass!!