þriðjudagur, júní 17, 2003
Er núna búin að vinna í Hagkaup í viku og í dag var fyrsti dagurinn sem ég er ein en þannig verður það í allt sumar.... Þetta er alveg þokkaleg vinna og fínt fólk sem er að vinna í kringum mig og sumir alls ekkert ómyndalegir ;D hehe... en já á laugardaginn var ég að vinna til 18 og svo ákvað ég að skella mér í útilegu :D Edda hringdi í mig í vinnuna og sagði mér að þau (hún og nokkrir krakkar) væru að fara í útilegu og þar sem systir vinkonu Eddu (katla) ætlaði með ákvað ég að skella mér bara líka enda hef ég haft soltið samband við hana :) svo bauð ég Völu Rún líka með :) þetta var þrusu fjör!!! um kvöldið hituðum við okkur kakó og skelltum vodka útí það :D það var alveg sæmilegt sko en mér fannst samt betra það sem eftir kom :D :D gátum sofnað eitthvað smá en ein þurfti að fara að sofa í bílnum sínum því það var svo heitt í okkar tjaldi að það er ekki lýsandi :D þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og mun lengi lifa í minningum okkar... sérstaklega þar sem við gleymdum öllum nauðsynjahlutum.... en Harpa og Siggi voru með allar græjur í sínu tjaldi þannig að þetta reddaðist nú allt :D svo er bara ekkert planað fyrir morgundaginn.... náttúrlega sjálfur 17. júní þannig að mar verður nú að gera eitthvað sniðugt er það ekki?? ;) allavega....ciao babes í bili :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli