þriðjudagur, júlí 01, 2003

fyndið hvað lífið getur verið ótrúlega fyndið stundum... :D það var írani að hözzla mig í strætó ... ég var sko að vinna á laugardaginn og þegar ég var búin tók ég strætó heim.... í ártúni komu tveir útlenskir menn inná strætó og allt í lagi með það... svo fer annar maðurinn úr og hinn sest hliðiná mér... það voru 4 manneskjur í strætó nota bene.... hann fer að spurja mig um einhverja ferðaskrifstofu en ég gat ósköp lítið hjálpað honum með það... svo fer hann að spurja hvort ég væri "student" og hvað ég væri gömul... þegar ég var búin að svara þá kemur allt í einu.. :" you are very beautiful" og ég bara "what?!?!" enda farin að halda að kallinn væri á einhverju :D en hann segir aftur að ég væri "very very beautiful" og fór svo að segja mér að hann yrði hérna á Íslandi í 3 mánuði og hvort ég vildi ekki "make friendship" ... ég bara sagði "no thanx" en hann lét það nú ekki stoppa sig... oooo nei... ( hann sagðist sko búa í víkurási og það er sko einni eða tveimur stoppustöðum á eftir minni!!)... ég ýtti á bjölluna í mínu mesta sakleysi og stóð upp og ætlaði að fara þá kom hann á eftir mér og fór líka úr strætónum... maðurinn ætlaði sko alls ekkert að gefa sig og sagðist ennn og aftur vilja bjóða mér hvert sem ég vildi, til dæmis á "expensive restaurant" eða eitthvað :D og ég neitaði enn og aftur en hann sagðist nú vilja láta mig fá nafnspjaldið sitt og ég sagði bara ok við því (svona til að losna einhvern tímann við hann :D) og svo sagðist hann vonast til að hitta mig allavega aftur í strætó... :S núna er ég ekkert voða spennt fyrir því fara í strætó :D þetta hefði verið í fínu lagi ef þetta hefði verið einhver sem ég hefði áhuga á en.... þetta var samt ekkert smá fyndið þar sem ég átti engann veginn von á að lenda í einhverju svona á leiðinni heim :D vinnan gengur mjög vel en það getur samt verið ótrúlega leiðinlegt ef það er ekkert að gera... :S en það reddast nú alveg :D er að vinna aftur núna á laugardaginn... og kvöldvakt á föstudaginn en svo er ég í fríi næstu tvær helgar eftir það :D báðar þær helgar fer ég á ættarmót þannig að næstu helgar verða frekar rólegar bíst ég við... en svo kemur náttla verslunarmannahelgin... þá verður sko djammað enda er förinni heitið til EYJA!!! ;D gaman að þessu

Engin ummæli: