sunnudagur, febrúar 23, 2003

Þá er árshátíðin búin og það var svo ÓTRÚLEGA gaman fannst mér !! Byrjuðum á því að hittast öll og fara á Ítalíu að borða og það var fínt en fattaði þá að ég var ekki með nein skilríki þannig að Dóra bauðst til þess að þau ( hún og boyfriendið) myndu skutlast heim til mín og sækja það, alltaf jafn sæt :) Svo fórum við í partíið til Hildar og þar var súper stemning :D svo lá leiðin á ballið.... Ég og Karó vorum ansi duglegar að fara hring eftir hring til að kíkja á fólk og við sáum alveg fullt af sniðugu fólki :D Svo týndist ég víst í nokkurn tíma og margir bara farnir að leita af mér en svo fannst ég víst :D hehe... ótrúlegt fjör sko!! ;) Flestum fannst gegt gaman þannig að þetta var bara megafjör :D Á föstudaginn var ég svo OFUR hress miðað við ástandið kvöldið áður og skellti mér bara í búðarráp og keypti mér gegt sætann bol í H & M :) Á föstudagsnóttina skellti ég mér á rúntinn með Brynhildi og svo vorum við stoppaðar af löggunni sem tók alveg svakalega u- beygju til að stoppa okkur :D Kallinn var eitthvað að spyrja hvort þetta væri bara venjulegar sígarettur og það var það og svo spurði hann Brynhildi hvort hún væri búin að drekka eitthvað um kvöldið en hún svaraði neitandi og þá sagði kallinn " já þið voruð soldið grunsamlegar afþví glugginn hjá ykkur var opinn!!!" Hvursu ömurleg afsökun var þetta!!?!! Ég bara spyr!!?! :D haha... en við skemmtum okkur allavega yfir þessu :D Laugardagskvöldið fór ég með Dóru á Verzló sýninguna og það var ótrúlega gaman!! mæli allveg með því sko ;) Er reyndar að fara aftur á hana með litlu frænku en það er bara stuð :) anyways bæjó ;)

Engin ummæli: