Eftir næstum fjögurra ára bið kom loksins að því að það var skipt um þakgluggana á þessu húsi og þar af leiðandi skipt um glugga í mínu herbergi :) húrra fyrir því !! ég heyrði fullt af fótatökum uppá þaki í morgun og pabbi sem var ekki heima sagði mér að spyrja strákana um eitthvað og þegar ég opnaði gluggann brá einum stráknum svo mikið að ég var dauðhrædd um að hann myndi rúlla fram af... sem gerðist nú sem betur fer ekki !! :D hitti þá svo þegar þeir voru að fara og þeir koma aftur á morgun enda umgjörðin á glugganum hálfasnaleg eitthvað....
hey svo fékk mín símann sinn aftur áðan... as good as new ;) enda búinn að vera ansi lengi í viðgerð...
en já... sjáumst krúttin mín !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli