mánudagur, september 27, 2004

það er næstum vika síðan ég skrifaði hérna, össössöss... ein ekki alveg að standa sig í þessu...
annars er ég bara að drepa tímann hérna, er að bíða eftir að útskriftaráfanginn byrji og ljúki ;)
Helgin var einstaklega skemmtileg, byrjaði með stæl á föstudaginn eftir góða bíoferð en þar sem ég var með boðsmiða á haustpartíið á Sólon dró ég Dóru og Völu með mér... mjög gaman þar enda hellingur af fríum veitingum ;) enda held ég að það fari ekki framhjá nokkrum manni sem sá myndirnar á solon.is þar sem ég held alltaf á glasi eða flösku... *roðn *
Svo kom laugardagurinn í öllu sínu veldi og var byrjað í partí í kópavogi þar sem fólk var alveg í góðum gír en svo var stefnan nú tekin niðrí bæ þar sem Hressó, Sólon,Felix,Celtic og Viktor tóku móti okkur með misjafnri stemmningu....
Sunnudagurinn fór mest í svefn eða þar til Láki dró mig með sér út og kíktum við aðeins á rúntinn... enduðum reyndar í keilu með fullt af fullu fólki og þá datt Láka það snjallræði í hug að á næsta laugardag ætlum við að fara full í keilu :D og svo þaðan bara niðrí bæ ;) þannig að það er alveg planið...

Engin ummæli: