laugardagur, nóvember 06, 2004

"you had me, you lost me... " með ólíkindum hvað þetta sönglar alveg endalaust í kollinum á mér þar sem það hefur akúrat enga þýðingu lengur fyrir mér... allavega... á það mjög mikið til að fá lög á heilann og vera að söngla þau endalaust :S en það er heldur betur farið að lengjast á milli færslna hjá mér, það er nú ýmsu hægt að kenna um það en já þessi vika er búin að vera frekar annasöm og ekki verður sú næsta neitt vægari ! en þar sem maður lítur nú alltaf á björtu hliðarnar í lífinu þá verð ég búin með menntaskólann eftir mánuð og komin í smá pásu frá lærdómi. Erum á fullu að undirbúa lokaverkefni í öllum fögum og er mikið að því á mjög listrænan hátt :D um að gera að hafa smá gaman að þessu líka ! svo fer ég bara í eitt lokapróf en tek það núna 17. nóv þannig að ég slepp við öll próf á prófdögum og verð komin í frí fyrsta desember. NIIIICE !
í gær var það bara rólegur föstudagur hjá mér, var meiri að segja að læra helling í gærkvöldi þar til Ottó kom... NÖRD ég veit ! ;) svo í dag verður það meiri lærdómur og svo verðskuldað djamm í kvöld... það er nefnilega reunion hjá árgangnum mínum úr Árbæjarskóla og ætlum við Vala hiklaust að skella okkur, enda gaman að hitta fólkið aftur ! svo er partý í gangi og kíkir maður nú kannski í það ef allt deyr út á Klúbbnum ! :D heheh !
jæja núverandi bókaormur kveður að sinni, adios amigos ! ;)

Engin ummæli: