mánudagur, nóvember 01, 2004

Jæja þá... þá er maður víst kominn á þrítugsaldurinn og er það bara mjög fínt ! ég átti semsagt afmæli í gær og knús og kossa sendi ég öllum þeim sem mundu eftir mér ;) Það var allsherjar afmælispartí hjá mér, Karó og Ásrúnu á Sólon á laugardagskvöldið og var það djamm eitt það mesta og skemmtilegsta í laaaaangann tíma !! Nóg af öllu, fólki, bjór, hressleika og bara name it ! Ekkert smá gaman að hitta allt liðið og því sem ég kemst næst skemmtu allir sér konunglega! ;) Laugardagsdagurinn var líka frábær. Ég bauð semsagt öllum mínum nánustu í kaffi og kökur og var flest allt á boðstólnum made by auður ! það þótti víst eitthvað ótrúlegt að ég hafði gerst svo myndarleg að baka allt það sem var í boði en maður á þetta til þegar maður tekur sig til ! ;) heheh ! ég var ekkert smá fljót samt að koma mér í djamm gírinn eftir kaffiboðið, síðustu gestirnir fóru um hálf átta og þá var eftir að krulla mér hárið.... en náði samt að vera kominn niðrá sólon um hálf níu ! öflug í þessu ha !?!?! ;) Svo fékk ég alveg heilan helling af frábærum gjöfum eins og pening, gjafabréf, náttföt, ilmvötn, krem, skartgripi, sænguver, föt og helling af blómum ! enn og aftur takk fyrir mig :*
Annars er ég bara í skólanum að bíða eftir að útskriftaráfanginn byrjar en er samt svo þreytt eitthvað, enda lítið búin að sofa undanfarið, og er það mjög freistandi að koma sér bara úr skólanum... sé til hvað ég geri...

Engin ummæli: