þá er stóra stundin aldeilis að nálgast... útskriftin er á morgun, hvorki meira né minna! athöfnin byrjar klukkan fjögur en ég fer í myndatöku um tvö og veislan er svo um átta annað kvöld... stuð og fjör! ;) það er aldeilis búið að vera nóg að gera hjá mér í dag! vaknaði hálf sjö og fór stífluna og svo í sund... kom svo heim og fór að baka og var að því þangað til ég fór í brúnkumeðferð klukkan tólf.... kom svo heim frá því og hélt áfram að baka og að laga til á milljón og svo um sex skutlaði ottó mér á æfinguna niðrí skóla, og ég sit semsagt í fremstu röð á morgun...! en það er alveg ágætt bara :D fór svo beint í neglur eftir það, er orðin mega gella bara ;) og var svo bara að koma heim núna um ellefuleytið og þarf að fara að klára jólakortaskrifin! legg varla í að hugsa til þess ef ég hefði ekki verið í fríi í dag og á morgun... það hefði gjörsamlega verið martröð!
Hey, já svo fann ég útskriftarskóna mína í gær og eru þeir magnifique! :) ekkert smá ánægð með þá, og reyndar bara með allt, þannig að ég er alveg orðin tilbúin núna fyrir morgundaginn held ég svei mér þá !! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli