fimmtudagur, desember 16, 2004

Vá hvað ég er þreytt eitthvað núna, maður lifandi! Alveg hellingur að gera í dag sem og alla aðra daga, endilega samt kíkið á mig, er til 18 annað kvöld og svo alla helgina auðvitað ;) reyndar til níu á laugardaginn en já það er alltaf gaman að sjá viðkunnuleg andlit eftir að hafa afgreitt súra viðskiptavini þó að það séu nú kannski minnihlutinn :)
Herra Ísland er sem kunnugt annað kvöld og er planið að kíkja þangað enda ætlar Láki elskan að gefa mér miða! Spennandi að sjá hvernig sú keppni fer og að sjá hvaða kroppur verður valinn... ekki amalegt úrval þar allavega ;)
Spurning hvort maður kaupi ekki bara miða á áramótasálarballið á morgun enda er víst byrjað að selja miða á það... Kannski best að tryggja sér einn strax, svo að það endi ekki með því að það verði uppselt og ég komist ekki! það viljum við sko ekki!!! :D hehhe... hugsa ég verði samt rólegri núna á ballinu en í fyrra þar sem ég sló víst eftirminnilega í gegn, ætla að leyfa öðrum að spreyta sig núna ;) eitt er allavega víst að farið verður og skemmtun verður í hámarki! kannski að Dóra taki við mínu hlutverki eða að Gugga finni sjómanninn sinn ( í hot mama afahlýrabolnum sínum ) aftur :P heheh... mér er allavega strax farið að hlakka til !
Í gær var hringt í fólkið sem féll í einhverju í skólanum og ég slapp við hringingu og er þar með búin með Menntaskólann við Hamrahlíð takk fyrir! :)
Fór í morgun í viðtalið á einum leikskólanum og þegar ég kom á staðinn kom í ljós að ég þekkti aðstoðarleikskólastjórann en hún hefur þekkt mig frá því að ég var 6 ára... frænka Brynhildar og vann með múttu í 4 ár á sínum tíma... lítið land :D en ég fæ svo að vita hvað verður úr því starfi eftir helgi!
jæja held ég sé bara farin í háttinn... ciao :*

Engin ummæli: