sunnudagur, desember 05, 2004

Jájájájájá... einstaklega gaman að þessu lífi... allt að ganga upp hjá mér á ný og til að krydda þetta aðeins með smá væmni, þá er ég einfaldlega ótrúlega hamingjusöm núna! Búin að fá vinnu í póstinum, verð í afgreiðslu þannig að endilega koma til mín þegar þið sendið jólakortin og svona, þannig að maður fái eitthvað að sjá ykkur. Það er reyndar ekki alveg komið á hreint hvar ég verð en það kemur allt á hreint í næstu viku... Villi bró kemur heim 18. og verður gaman að sjá hann aftur enda long time no see. Útskriftin verður svo 21. des klukkan 16.00 og verð ég hugsanlega með smá veislu um kvöldið fyrir fólkið enda merkur áfangi hjá manni ;) Var einmitt á Selfossi í dag og amma bað mig vinsamlega um að velja gjöfina núna þannig að ég fengi eitthvað sem ég vildi og væri ánægð með, og eftir laaaaangan tíma hjá gullsmiðnum ( sem átti ALLT of mikið af fallegum hlutum!) gat ég loksins ákveðið mig og er ég ekkert smá sátt við það! amma vildi endilega láta pakka því inn og hafði ég nú bara gaman að því. Þannig að ég var bara að vesenast á Selfossi og Hveragerði í dag og var það alveg ágætis tilbreyting, enda langt síðan maður hefur kíkt austur fyrri fjall.
Svo er maður bara eitthvað búin að vera að dunda sér þessa dagana enda engin próf hjá mér, hí á ykkur :P Náði lokaáfanganum í bókfærslunni með ótrúlegri ÁTTU takk fyrir og held ég að það sé svei mér þá eitthvað sem ég er mest stoltust af í mínu námi í MH! ;)
Ætlaði að segja eitthvað meira en er að pæla í að koma mér núna og kem þá bara með meira seinna.... Njótið lífsins krúttin mín!

Engin ummæli: