Þá er maður farin að vinna eins og brjálæðingur og er það bara fínt finnst mér! Það eru alltaf sendir starfsmenn frá póstinum í Nóatúnsbúðirnar og var ég svo "heppin" að lenda einmitt í því. Þannig að fram að jólum er hægt að finna mig í Nóatúni í Grafarvogi ;) Framundan er bara vinna og meiri vinna... tja eða svona fyrir utan smá frí sem ég fæ í kringum útskrift sem er 21. des.... er búin að redda mér fríi 20 og 21 sem er AFAR ljúft! verð að vinna á aðfangadag en mér finnst ekkert að því enda búin um 12 leytið. Talandi um útskrift þá er ég búin að máta nánast hverja einustu flík í Smáralind og fengið perfect aðstoð og þjónustu en ekkert keypt! Vandamálið er nefnilega það að það eru svo ótrúlega falleg föt sem koma til greina að ég get ómögulega valið og öll Kringlan er eftir! Pælið í því !! :D
Lítið hefur verið um djamm uppá síðkastið en verður nú bætt upp fyrir það undir lok mánaðarins... ;) meira um það seinna... blikk blikk!
Ég er næstum búin að tala Skafta til með að fara að æfa dans með mér og munum við þá byrja spræk á næsta ári ... ég er að segja ykkur það að það verður klikkað fjör!
Jæja... helgin hálfnuð og ég hugsa að kvöldið í kvöld verði bara rólegt og huggulegt með kallinum, kúseligt eins eins og svíar eða einhverjir segja :D heheh
Engin ummæli:
Skrifa ummæli