-Þá er ég búin að láta í mig strípur og klippa hárið á mér, enda löööngu kominn tími til get ég með sanni sagt! en ákvað að fá mér smá dökkar líka þannig að það yrði ekki alveg eins platínuljóst og síðast... svo klippti hún heilan helling, eða svona um 15 cm og gerði styttur. Ég er allavega rosalega sátt við þetta þó hún hafi klippt svona mikið af, enda engir slitnir endar eða neinn svoleiðis óþarfi lengur :)
-Síðasta helgi var löng, og var það náttúrlega út af 17. júní sem lenti eins og menn vita á föstudegi. Mjög góð helgi, mikið um djamm og bæjarferðir en það er nú bara gaman að því :)
Á miðvikudeginum var saumaklúbburinn hjá Dóru, hún breytti dagsetningunni þannig að hann var semsagt ekki á laugardaginn, en það var mjög fínt. Á fimmtudeginum var svo haldið surprise partý fyrir Guggu sem átti einmitt afmæli þá og heppnaðist það rosalega vel, blá bolla í boði sem ég var aaaalveg að fíla :D hehehe... svo var kíkt í bæinn og það var líka gert 17. júní og á laugardeginum... þannig að maður var búinn að djamma yfir sig þessa helgi... very nice weekend semsagt :)
-Núna er ég að fyllast af kvefi og líst mér alls ekki vel á það! var orðin svo nefmælt í seinni vinnunni í gær að ég hugsa að fólk hafi skemmt sér konunglega að mér meðan ég tók könnun á þau :D en ég man ekki eftir að hafa fengið svona rosalegt kvef í mjög langan tíma enda verð ég afar sjaldan lasin, bara eins gott að ég þurfi ekki að vera heima frá vinnu því það einfaldlega doesn't do it for me! Mér finnst það nefnilega einstaklega leiðinlegt að vera lasin heima, þannig að maður drífur bara í sig sólhatt og læti næstu daga og sleppur við það ;)
-Nú fer heldur betur að styttast í þjóðhátíð en það er rúmur mánuður í brottför núna. Við ætlum að fara fimmtudagskvöldið með Herjólfi og komum svo heim aftur með fyrstu ferð á mánudeginum. Þetta verður madness! Við þurfum svo að fara að gera hitt og þetta fyrir ferðina en við ætlum að gera það sem ég hef alltaf gert á þjóðhátíð, og það er að kaupa bara ódýrt tjald og skilja það eftir... annað borgar sig varla.
Annars er fólkið sem ég veit um annaðhvort á leið til Eyja eða ekki búið að ákveða sig... Allavega eru Annika og Karó ekki á leiðinni til Eyja og líklega Dóra ekki heldur... :( það mun vanta mikið að hafa þær ekki, enda eru þær nú aðal djammpæjurnar en það verður þá bara í mínum verkahring að halda uppi fjörinu í Eyjum fyrir hina ... hehehe ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli