mánudagur, júní 13, 2005
Jæja, kominn mánudagur og það þýðir náttúrlega að LOST er í kvöld... spurning hvort maður þori að horfa á það eftir síðasta þátt... og alein í þokkabót (það gengur ekkert voðalega vel hjá mér að venjast því aftur)! en þetta er að verða verulega spúkí finnst mér... svo er náttúrlega fullt af fólki sem er búið að sjá alla fyrstu þáttarröðina, össöss... hvar er nú spennan í því að horfa á alla þættina í einu?! ég bara spyr ;) verð samt að viðurkenna að ef ég væri með alla þættina í höndunum, þá gæti ég ábyggilega ekki staðist freistinguna... nei ég myndi pottþétt horfa! pælið í því hvað þessir þættir ná algjörlega tökum á manni...! :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli