Jæja þá er kominn miðvikudagur og margt að gerast hjá manni þó maður sé í sumarfríi. Er bara búin að njóta þess að vera úti í sólinni, enda annað ekki hægt þegar við fáum svona frábært veður.
- Við Annika vorum að standa okkur massa vel í útiverunni í gær, ekki spurning! :D Byrjuðum á að fara í Nauthólsvíkina en stoppuðum stutt þar og kíktum frekar á laugarveginn þar sem við fengum okkur eitthvað í gogginn og svo vorum við bara að skoða hitt og þetta, voða lítið keypt enda báðar að bíða eftir mánaðarmótunum ;) fórum svo í menninguna á austurvöll og höfðum það bara rosalega fínt í sólinni :)
- Við Ottó kíktum svo aðeins í golf í gærkvöldi, hann var nú mestmegnis að kenna mér almennilega á þetta aftur, svo langt síðan við fórum síðast en þetta var rosalega huggulegt :)
- Villi bróðir kemur frá Danmörku í kvöld og stoppar hér á landi til 8 ágúst ef ég man rétt. Það verður stuð að hafa hann hérna enda alltaf gaman þegar hann er í heimsókn.
- Eyjar á morgun! Herjólfur fer frá Þorlákshöfn um hálf átta annað kvöld og þá verður ekki aftur snúið! Það verður bókað stuð hjá okkur stuðboltunum alla helgina ;) hefði samt verið ennþá skemmtilegra að hafa kallinn með sér en það er alveg skiljanlegt að hann komist ekki með þannig að það verður bara að bíða betri tíma. Vonandi að hann nái að skemmta sér eitthvað hérna í bænum milli þess að hann sé að lesa :)
- Leikskólinn opnar aftur á þriðjudaginn og hlakkar mig bara til að hitta krakkana aftur enda eru þau öll svo æðisleg :) leiðinlegt að maður sé að fara að hætta þarna eftir minna en mánuð :( en maður veðrur bara að vera duglegur að kíkja í heimsókn og heilsa uppá krílin svo þau gleymi manni nú ekki alveg strax :D
- Skólinn byrjar svo eftir tæplega mánuð og er ég alveg orðin þokkalega spennt! Við Annika ætlum sko að massa þessa sálfræði og taka hana með trompi! Þokkalega baby! ;)
allavega... heyri vonandi í sem flestum um helgina! þið bara hafið það gott, hvert sem þið eruð að fara ;)
*ciao*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli