Ég var búin að skrifa frekar ítarlegt blogg um verslunarmannahelgina um daginn en það eyddist út þannig að ég nenni ekki fara neitt útí details aftur... maður gæti alveg skrifað heila ritgerð um þá stuðferð!!! ;) en það var allavega ROSALEGA gaman eins og yfirleitt alltaf...
Svo er maður byrjaður að vinna aftur á leikskólanum aftur, bara tvær vikur eftir :( þetta er svo hrottalega fljótt að líða að dagarnir fljúga alveg frá manni án þess að maður taki eftir því sko... en já ég er semsagt að fara að hætta þar hvað á hverju eins og margir aðrir þarna og tek þarna 3 daga í frí, svona rétt fyrir skólann, 5 ef helgin er tekin með... mér finnst frekar þægilegt að fá allavega smá break þó það verði ekki meira en þessir nokkrir dagar.
Heyrðu já, á þriðjudaginn kíktum við Karó á tónleikana með Bobby Mcferrin, klikkað stuð sko, þetta var alveg rosalega gaman miðað við það að við vissum eiginlega ekki við hverju við áttum að búast... Auðvitað lenti ég nú í kallinum, það er alveg með ólíkindum hvað ég lendi alltaf í einhverju svona, allavega þá fór gaurinn eitthvað að flakka á milli fólks í salnum og tók einn og einn fyrir og þeir áttu semsagt að herma eftir honum í míkrafónin, raula einhverja melodíu eins og hann... það voru heilar fjórar!! manneskjur af öllu fólkinu í stóra salnum í Háskólabíó sem lentu í þessu og að sjálfsögðu var ég ein af þeim! alltaf er maður jafn heppin ha?! :D hahah! alveg típiskt samt fyrir mig að lenda í einhverju svona... ég var alveg í sviðsljósinu í smá tíma, við erum að tala um að ég var svona 5 cm frá þessum merka manni, ég er nánast bara celebrity ;) svo var ljósunum bara beint á mann og allir að snúa sér við og njóta þessarar undurfögru söngkunnáttu mína :D hehehe! þetta var samt súper gaman og maðurinn er bara snillingur, heví hress náungi!
Gærkvöldið var svo bara tekið rólega, Ottó átti eitthvað gjafarbréf á golf æfingarsvæðið í grafarholti og við fórum og Ottó lét mig mig fá helminginn af kúlunum sem hann fékk þannig að ég náði alveg að æfa mig á fullu... ég er alveg farin að fíla golf í tætlur get ég sagt ykkur, þetta er alveg massa gaman eftir því sem maður fer oftar og oftar að æfa sig og náttúrlega ekki verra að hafa reynslubolta sem kann þetta uppá 10 að kenna manni... þá gerir maður þetta allavega pottþétt rétt :D
Í kvöld er svo stefnan sett á eitthvað djamm enda langt síðan maður hefur kíkt eitthvað í bæinn... Þar sem Valan mín er nú að fara að yfirgefa mig *snökt snökt* þá verður maður nú að taka eitt almennilegt lokadjamm með henni áður en hún fer... svo flýgur hún á föstudaginn á vit ævintýrana eða nánar tiltekið til Svíþjóðar og verður þetta ábyggilega klikkuð lífsreynsla fyrir hana og þó að ég mér finnist hræðilegt að vera að missa hana út þá er ég náttúrlega rosalega ánægð fyrir hennar hönd að hún komst inní skólann :)
Ég er að pæla í að horfa á einn þátt í viðbót af o.c. áður en ég fer að finna mig til á djammið... ég er alveg orðin húkkt á þetta, fékk sko lánaðan disk með annari seríu af o.c., sem á að byrja að sýna hérna í haust, og ég get nánast ekki stoppað eftir einn þátt... er búin að taka þetta núna í hálfgerðu maraþoni :D heheh!
En já, ég er semsagt þotin... ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli