Það var hringt í mig í gærkvöldi úr einhverju skringilegu númeri og ég náttúrlega bara svaraði en þá kom alveg ótrúlega skrýtið hljóð í símann, svona eins og einhver væri að anda eða blása eða eitthvað... ég skellti bara á enda svaraði enginn mér og fór svo eitthvað að leita hvaðan þetta númer var að hringja og þá var það einhver sem býr í Georgíu! :D eins og ég þekki nú marga þar.... hehehe... ég veit allavega ekkert meira um þetta, örugglega bara skakkt númer... alla leið til Íslands! :D
Nú styttist rækilega í fyrsta prófið sem er núna á laugardaginn... kennarinn var eitthvað að tjá okkur það að meðaleinkuninn úr þessu prófi væri vanalega milli 4 og 5... jájájájá.... einmitt einmitt... mikil huggun í þessu :D en jújú maður stefnir allavega á að ná, þannig að það væri nú kanksi alveg sniðugt að fara að lesa í staðinn fyrir að vera að dúlla sér við eitthvað allt annað... pæling! :)
3 ummæli:
Comment rules.. :)
En hjá gangi þér rosa vel íprófinu.. ég segi að þú verðir hæst :)
takk takk :) hæst já... þú biður ekki um lítið... hehhhe! en ég stefni allavega á að ná ;)
hehe ok.. :) þú veist ég stefni alltaf á toppinn :)
Skrifa ummæli