sunnudagur, október 23, 2005

Ég sá smá brot úr eurovision 50 ára í gærkvöldi, byrjaði akúrat að horfa þegar Ronan Keating var að syngja, og vá myndarlegur maður! algert augnkonfekt þar á ferð... reyndar soltið fyndið að þetta komi frá mér þar sem ég þoldi hann aldrei þegar hann var sem frægastur með Boyzone, en allavega, þá hefur hann þroskast mjöööög vel í útliti ;) en já, sá úrslitin og var alveg sátt... er reyndar ekki mikil eurovision fan en mér fannst flest lögin þarna fín, sérstaklega þessu í eldri kantinum :)

Núna er ég bara að laga ritgerðina mína, ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert um ævina en maður verður bara að reyna gera það sem best :)
Svo er náttla próf á laugardaginn hjá okkur og það mun vera í tölfræði.... ætlum að reyna að hittast og læra undir þetta saman sem er mjög gott, enda finnst mér ég alltaf læra miklu meira þegar maður er í hóp.
Ég var eitthvað að hugsa út í þetta allt saman, og fattaði allt í einu að það er bara rúmlega mánuður eftir í kennslu og stuttu eftir það byrja jólaprófin! ó já... tíminn flýgur svo sannarlega!
Er reyndar rosalega sátt við mína próftöflu, fer í 3 próf, það fyrsta er níunda og það síðasta 17. og við fáum alveg fjóra daga á milli hvers prófs sem er nokkuð gott :)

Jess... en ætli það sé ekki best að halda áfram með ritgerðina...
-Auður ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha....tók soldin tíma að fatta etta en núna er það komið...:D
þarr nú gott að þér gengur vel í skólanum...vá líður eins og ömmu:o
djók...nainai elska ömmu eins og alla aðra...right....:p
herru égrr hætt essu rugli..:p;)
flott síða og góðar lýsingar:p hehe..
en sjáumst bestasta og sætasta frænkan í öllum heiminum:*:*

bæbæ

Nafnlaus sagði...

Heheheh :D Þú ert nú alveg milljón Eyrún Inga! gaman að þér skvísa! :)