miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Ji hvað mig er farið að hlakka til að komast í stípur á morgun, ég get varla beðið! heheh! ákvað að breyta aðeins til og prófa að fara á Space í Kópavoginum... nú er bara eins gott að þeir standi sig! ;) En það væri nú alveg óskandi að þetta væri ekki svona dýrt því þá myndi maður nú líklega gera þetta aðeins oftar, en svona er þetta nú í dag, það kostar allt sitt! en talandi um hátt verðlag þá er ég nú bara fegin að bensínið sé aftur komið niður í rúmar 104 kr., man þegar ég borgaði rúmar 115 krónur á líterinn og það var nú bara alls ekki fyrir svo löngu... og nú er bara vonandi að það lækki ennþá meira :P
Naumast hvað maður er alltaf bjartsýnn!! heheh ;)

Herra Ísland fer fram annað kvöld á Broadway og munu þá bráðhuggulegir peyjar keppast um titilinn sem margann manninn dreymir um! ;) allavega þá hef ég alveg myndað mér skoðanir um hverjir ég held að komist í topp 5 og nú er bara að bíða og sjá hvort mínir spáhæfileikar eigi sér einhverja framtíð eða bara ekki :D Allavega giskaði ég á þennan sem vann í fyrra að hann myndi sigra og viti menn! Fór einmitt í fyrra á keppnina á Broadway og var ekkert smá gaman að upplifa þetta svona beint, en ekki bara horfa á þetta sjónvarpinu! Hélt náttla mest með honum Láka mínum og studdi hann heilshugar í keppninni en honum hlotnaðist því miður ekki titillinn í þetta skiptið... tekur hann bara seinna! :) en já þetta verður ábyggilega spennandi keppni enda hálf naktir karlmenn og það er sko alveg þess virði að horfa á! ;)
Veit samt ekki alveg hvort ég sé nógu sátt með að dæmt verði í svona keppnum í gengum símakosningu því þá hlýtur þetta í raun að verða eins konar vinsældakeppni í staðinn fyrir keppni um fegurð, og það gæti orðið svolítið ósanngjarnt fyrir mann sem er fjallmyndalegur og hefur allan pakkann, en hefur svo ekki jafn marga bakvið sig og aðrir keppendur sem eiga böns af kunningjum sem eru síhringjandi og gefandi sín atkvæði.
En allavega... það kemur í ljós annað kvöld hvernig þetta reynist :)

3 ummæli:

Vala Rún sagði...

Oo mig langar svo að komast í strípur;)

Nafnlaus sagði...

Jamm það er ekki amalegt að sitja og horfa á 19 karlmenn keppast um fegurð ;) Svo var það náttla hápunktur kvöldsins þegar hann Gulli okkar hreppti 2.sætið :) og Benni okkar vinsælastur, kom svo sem ekkert á óvart þar !!

Nafnlaus sagði...

Já það var frabært að þeir komust svona langt! þeir áttu þetta líka svo fullkomnlega skilið, þannig að þetta kom manni í raun ekkert í opna skjöldu ;) báðir einstaklega vel að titlunum komnir :)