Jæja... það er alveg fáranlega ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram og núna er bara ein og hálf kennsluvika eftir af skólanum og þá byrjar próflesturinn... hann ætti náttla að vera byrjaður hjá mér en það er nú bara eins og það er, ætla samt að byrja af krafti núna um helgina! no mercy no more! :D
Það hefði náttla verið toppurinn að taka eitt lokadjamm á þetta ( er alveg komin með fráhvarfseinkenni liggur við, þar sem síðasta var alveg djammlaus! ;)), svona áður en maður hellir sér yfir námsbækurnar en eins og staðan er núna held að það skynsamlegasta væri að reyna að massa þessi fög sem ég er í... það er reyndar ein vísindaferð eftir viku sem er væntanlega sú síðasta og það kitlar rosalega að kíkja í hana... ef ég næ að skipuleggja mig og læra massa fyrir næsta föstudag ætla ég að verðlauna mig og Anniku ( heheh), með því að draga hana með mér... ég veit þig langar..... ;P heheh! en það verður að koma betur í ljós þegar nær dregur!
Það er víst loksins komið að næsta saumaklúbbi sem verður í boði Rúnu Völu þennan mánuðinn og verður hann núna sunnudagskvöldið. Það verður rosalega fínt að hitta liðið aftur enda kominn dágóður tími síðan síðasti hittingur var... og össs það náttla gengur ekki! :)
Hey já ANTM... svosem alveg sátt við úrslitin, langar samt alveg að Keenyah fari að detta út... ég er ekki alveg að fíla hana lengur... annars bara, go Kahleen! :)
Ég er loksins að fara að koma mér í að láta gera eitthvað við hárið á mér! ætla að skella mér í strípur og smá klippingu í næstu viku enda er alveg kominn tími til! ohh mér finnst alveg fyndið hvað mér finnst alltaf gaman að fara í eitthvað svona, í hárgreiðslu, í ljós, á snyrtistofur og bara name it... ég verð alveg eins og lítill krakki að bíða eftir að opna pakka, þegar ég er búin að panta tíma, þá verð ég svo spennt... híhíh! alltaf gaman að fríska uppá sig með því að breyta aðeins til og gera eitthvað fyrir sjálfan sig :)
Ég er hálfpartinn með pínkuponsu samviskubit yfir hvað ég hef ekkert getað mætt í vinnu í langann tíma :S ég er svo oft búin að plana að fara að vinna þetta og þetta kvöld en svo kemur bara alltaf eitthvað verkefni eða próf sem ég þarf að læra fyrir í skólanum þannig að ég kemst náttla ekkert í vinnuna... ætla reyndar að reyna að fara á morgun frá tólf til fjögur þannig að ég fái allavega ekki auðann launaseðil í desember! :D hver króna skiptir máli þegar maður er "fátækur" námsmaður !!! ;) heheh!
jæja... kannski best að fara að opna aðeins námsbækurnar... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli