þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Nú er komin upp sú staða að maður verður að fara að gera plan B til öryggis þar sem líkurnar á að ég muni ekki komast áfram á næstu önn í sálfræðinni fara ört hækkandi... held að ég hafi eitthvað nefnt þetta hérna áður, allavega er málið það að ef maður nær ekki almennunni sem er aðalfagið okkar, þá megum við ekki sækja nein námskeið í sálfræðinni á næstu önn... þó að maður nái öllu öðru með stæl! það er alltaf mesta fallið í almennunni og núna erum við búin að taka tvö hlutapróf og árangur minn í þeim er ekki neitt til að hoppa hæð sína yfir...
það yrði svo klikkað fúlt ef ég myndi ekki ná um jólin, því mér finnst námsefnið sem við erum að læra alveg ótrúlega áhugavert og skemmtilegt ,og þetta er eitthvað sem mig langar virkilega að læra... en auðvitað gefst maður ekkert upp núna, og stefnir maður svo sannarlega á gott gengi í lokaprófinu! ;) en já... þetta með plan B sko... alltaf betra að hafa varann á, þannig að ég fór að velta því smá fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur ef svo illa færi að ég næði ekki almennunni... ég gæti náttúrlega skipt um skor, en það er bara svo takmarkað sem maður getur byrjað í á vorönn... flestar deildir taka bara fólk inn á haustönn... svo gæti maður líka farið að vinna sem væri alveg sniðugt líka, og þá myndi ég allavega geta unnið frá janúar og frameftir sumri og svo myndi ég fara aftur í skóla næsta haust... bara spurning hvar það yrði... mig langar nefnilega allsvaklega að fara eitthvert út að læra og er það eiginlega stefnan fyrir næsta haust, að flytja af landi brott og þá kemur náttúrlega Danmörk sterklega til greina :)
Allavega... ég veit ekki alveg hvernig ég að hafa þetta plan B mitt og verð ég víst að leggja höfuðið aðeins í bleyti yfir þessu og reyna að ákveða eitthvað í sambandi við það... betra að hafa tilbúið backup plan ef allt fer á versta veg í lokaprófinum... en við skulum bara vona það besta enda þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og bjartsýnn, allavega mín reynsla segir mér það! :)
þetta var nú aðeins lengri pistill en ég gerði ráð fyrir, en endilega commentið elskurnar! ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú nærð þessu með stæl :) ég trúi ekki öðrun. En hvað sem því íður hljómar plan B bara ágætlega líka :)

Vala Rún sagði...

Varðandi plan B þá ættiru ekki að fara til Danmerkur heldur til... Svíþjóðar!!;) Nóg pláss hjá mér, sérstaklega fyrir skvísu eins og þig.. hehe, ég er bara strax orðin spennt! Liggur við að ég vona að þú náir ekkki.. nei ooooj! Þetta var illa sagt;) en þú veist samt að ég meinti vel. En jæja ég ætla að hætta þessu bulli, auðvitað veit ég að þú átt eftir að ná þessu og ekki eftir að nota plan B!!:) knús og kram!

Nafnlaus sagði...

Þið nöfnurnar eru alveg að standa í ykkur að commenta! líst vel á þetta! ætli þetta fylgi e-ð nafninu... hmm... heheh! :P en já, æði að vita að þið hafið svona mikla trú á mér, það peppar mann bara meira upp, takk kjútís! ;)