miðvikudagur, desember 14, 2005

2 búin, one to go... nú er það bara tölfræðin sem er eftir og hana ætlar maður að taka með trompi enda gott að vera búin bara með hana... prófið sem ég fór í gær gekk bara sæmilega og er ég alveg vongóð með það, nú er bara að bíða og sjá :)

Það er svo rosalega margt sem ég á eftir að gera fyrir jólin og áður en ég fer út, að það hálfa væri hellingur! síðasta prófið er náttla á laugardaginn kemur og dagarnir eftir það verða bara pakkaðir, margir sem maður þarf að hitta og svo margt sem maður þarf að gera að þessi vika er eftir að fljúga frá mér! en allavega það sem hefur mestann forgang er valan mín sem kemur heim 22.des... ætlum út að borða og reyna gera eitthvað skemmtilegt um kvöldið enda er ég búin að sakna hennar óendalega mikið og hlakka þvílíkt til að fá hana til mín aftur! :)










Svo er ballið 21. des... maður er auðvitað búinn að redda sér miða og núna er bara byrjað að plana sjálft kveldið! hvar liðið ætlar að hittast og svona.. en það kemur allt betur í ljós þegar nær dregur, það er allavega BÓKAÐ mál að það verður sko tjúttað!! ;)

Ég ætla svo að reyna að manna mig í að fara að vinna sunnudags og mánudagskvöldið... bara svona til að ég fái eitthvað smávegis útborgað í janúar... og þannig að ég eigi nú eitthvað inni á bankabók eftir kanarí ef svo illa skildi fara að ég myndi nú eyða aleigunni þar... hehhehe ;)

Svo verður farið og verslaðar julegaver fyrir þá sem eiga þær skilið... :P heheh... ætlum að klára jólagjafa innkaupin þegar ottó er búinn í sínum prófum sem verður allavega ekki fyrr en eftir 20.. ekki allir svo heppnir að vera búnir núna á laugardaginn.. ;) en já, ég á sem betur fer bara nokkrar eftir en hann á eftir að kaupa allar sem hann þarf að kaupa eins og örugglega langflestir karlmenn...

Er aðeins búin að laga eyja albúmið og bæta örfáum myndum við...

Anyways... ætla að skella mér á eitt dæmi eða svo... ;)
adios amigos!

1 ummæli:

Vala Rún sagði...

Já vááá ég hlakka líka SVOO til að hitta þig krúsímúsídúsíbúsí sykurpúðinn minn;) núna er það bara vika, og þar sem það verður alveg pakkað að gera hjá mér líka þangað til þá á tíminn eftir að fljúga þangað til ég flýg heim.. hihi!