sunnudagur, desember 04, 2005

Prófið sem ég fór í gær gekk bara alls ekki nógu vel, get svosem alveg kennt sjálfri mér um þetta slaka gengi enda var ég óvenju kærulaus fyrir þetta próf :S núna gengur það bara ekkert lengur... er reyndar alveg búin að vera dugleg að mæta niður á hlöðu að lesa en þar sem ég var búin að draga það svo lengi þá náttla komst ég yfir mikla minna efni ég hefði þurft!

Ég er eiginlega búin að ákveða hvað ég ætla að gera ef ég kemst ekki yfir á næsta misseri í sálfræðinni... hugsa að ég skipti yfir í dönsku! sko pælingin bakvið það er fyrst og fremst sú að þar sem stefnan er sett á Danmörk næsta haust þá væri alls ekkert vitlaust að reyna að rifja dönskuna aðeins upp og svoleiðis... aðeins að reyna að pússa hana til...
Ég slepp við að taka TOEFL prófið sem er í janúar en það er svona enskupróf sem maður þarf að taka til að komast inn í marga erlenda skóla, en þar sem ég fer í nám á dönsku þarf ég ekki að taka það... hélt að ég þyrfti að taka það en var að komast að því að ég þarf þess ekki, þannig að ég slepp við að borga 8000 kall fyrir eitt próf, himneskt! ;) heheh... Ottó þarf reyndar að fara í þetta þar sem hans nám er á ensku, þannig að hann þarf að punga út fyrir þessu auk þess að koma beint frá Kanarí og fara í próf... greyið! heheh ;) ég er sko langt frá því að öfunda hann! :P

Talandi um Kanarí þá styttist óðum í brotttför hjá okkur... fyndið samt, ég var eitthvað að tala um það um daginn hvað það yrði skrýtið að vera ekki með famíliunni um áramótin og eitthvað svoleiðis, en svo var ég fatta að ég hef ekkert verið með þeim síðustu árin þannig að það ætti nú varla að vera það skrýtið eftir allt saman...heheh, það er nú meira hvað maður getur verið útúr heiminum stundum :P en já, hugsa að það verði bara skrítnast að vera ekki í frosti og snjó á þessum tíma ársins ;)

Ég óska hér með eftir aðila til að taka til í herberginu mínu, taka það alveg í gegn fyrir jólin og halda því hreinu (allavega þangað til ég fer út)! aldrei hefur þörfin verið meiri og verða laun eftir samkomulagi og dugnaði vinnumanns... endilega hafið samband, you have my number ;) og ef ekki þá bara getið þið commentað hérna fyrir neðan...
nei djóklaust þá er herbergið mitt eitt big mess! þetta er nefnilega gallinn við það að eiga svona huge herbergi og mikið að allskonar dóti, það er miklu erfiðara að halda því skipulögðu og þess háttar... reyndar er alveg böns af blaðadóti og fötum út um allt og vantar mig eiginlega bara líka skipuleggjara þegar ég pæli betur í því... þannig að nú eru tvær stöður lausar, heppin þið! ;)

5 ummæli:

Anna Katrin sagði...

jahh ég fer nú að komast í æfingu með að vera að fikta í herbergjum búin að dútla svo mikið hér ;)

Nafnlaus sagði...

já.. endilega kíktu til mín þegar þú ert í stuði ;) dyrnar eru ávalt opnar fyrir tiltekt! :P heheh...

Nafnlaus sagði...

Spurning hvort maður ætti að slá til að koma og hjálpa þér við tiltektina.. ÞEgar mður er orðinn eirðarlaus og með ekkert nema tíma tíma tíma.. :) p.s. Það verða að vera jólalög á fóninum ;)

Dora sagði...

jáhh .. það er aldrei að vita að maður komi og hjálpi þér við jólatiltekt og hreingerningu þegar maður er búinn hérna ;)

Nafnlaus sagði...

Spurning um að halda bara svona "tiltektarpartý" og slá tvær flugur í einu höggi... ;) samt spurning hversu vel yrði lagað til ef fólk yrði komið vel í glas áður en tiltektin sjálf byrjaði.. :P heheh...