búggalú! þá er helgin búin og ný vika strax að verða hálfnuð!
en já við Annika fórum í vísindaferð í Skjá 1 á föstudaginn og var það mjög skemmtilegt og fróðlegt... fengum að heyra ýmislegt beint í æð og svona ;) svo var ferðinni bara haldið á Pravda en þar sem maður var komin ágætlega í glas og heilsan ekki sem best þá réð skynsemin för og ég lét bara sækja mig og fór heim í kúr og notalegheit :)
á laugardaginn byrjaði ég á tiltektinni sem er búin að bíða mín alltof lengi ... komst reyndar bara rétt af stað en maður er þó allavega byrjaður ;)
svo var bara farið í pool um kvöldið... mér finnst alveg magnað hvað mér finnst gaman í þessu...! langaði sko ekkert að hætta en yfirvaldið réð förinni þannig að við fórum bara og fengum okkur í ís áður en við fórum heim... :P
sunnudagurinn var rólegur... lærði smá og kíkti svo aðeins í smáralindina að sækja hringinn minn sem var í viðgerð... fór svo í bíó um kvöldið... fórum á Munich sem er ekkert smá góð! mæli sko 100% með henni... löng en alveg þess virði!
Ég er búin að vera ótrúlega slöpp núna um helgina en er öll að hressast núna... tel mér trú um að sólhatturinn sem ég tók í gær og í fyrradag sé málið, heheh ;)
annars er ég enn á fullu að leita að íbúð fyrir okkur eða kollegi en það gengur alveg hræðilega illa... alls staðar erum við enn rosalega neðarlega á öllum biðlistum, en það er kanski aðeins of snemmt að fara að örvænta strax þar sem er nú alveg rúmlega hálft ár til stefnu... :D æjh samt, maður væri rólegri ef maður væri ofar á þessum listum... en við bara krossum fingur og vonum það besta :)
svo þarf ég að fara að fylla út þessa hræðilegu umsóknarbók fyrir skólana sem ég ætla að sækja um í og þarf að senda hana út í byrjun mars... bæði þessi bók og íbúðarleitin er svo rosalega tímafrekt að ég hef verið að slugsa frekar mikið með lærdóminn sem er náttúrlega alveg ferlegt þar sem fögin mín eru ekki alveg þau auðveldustu...en núna verð ég að fara að taka mig á ef ég ætla að ná þessum einingum :)
jessí... en læt þetta duga í bili... kannksi sniðugt að fara að kíkja smá í bók ;)
sjáumst elskurnar! :P
Engin ummæli:
Skrifa ummæli