föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég dýrka föstudaga, sérstaklega þegar maður er í síðasta tímanum sínum sem endar í síðasta lagi um hádegi og það er sól og fallegt veður úti... þá endurhressist maður einhvern veginn vitandi það að það sé að koma helgi og notalegheit... love it! :P

Var að vinna í gær og ég hef sagt það áður og segi það bara aftur, allir ættu að prófa að vinna á leikskóla þó það væri ekki í nema einn dag! þetta er bara eitt yndislegasta starfið sem hægt er að vinna við... og það sem veltur upp úr þessum gríslingum er alveg æðislegt :P þau eru sko algerir demantar og þó að það sé auðvitað alltaf einn og einn svona óróaseggur inn á milli þá er hann líka alveg yndislegur á sinn hátt! þannig er það nú bara :) þau eru svo mismunandi týpur og það er náttúrlega líka það sem gerir þetta starf svona skemmtilegt! svo fór ég allt í einu að pæla hvernig týpur mín börn skyldu verða, svona miðað við þau sem eru hjá mér á leikskólanum... hugsa að mín verða nú ábyggilega algerir prakkarar... hehehe ;P

Er enn að leita mér að vinnu í sumar, er búin að fá nokkrar ábendingar um góða staði og nú þarf ég bara að fara að vinna í að sækja um... ætla að reyna að vinna smá í því um helgina...

Íbúðarleitin í DK gengur aðeins betur... erum að færast ofar á listana sem er auðvitað rosalega flott... nú er bara um að gera að fara að drífa sig í að senda umsóknirnar út þannig að þær komi út í tíma... sumir reyndar ekkert að stressa sig á þessu... hmm... nefni engin nöfn ;) hhehe...en ég ætla allavega að reyna að vera búin að koma minni út í góðum tíma þannig að það verði ekkert vesen þarna úti :)

jöss... en ég er out...

ciao sykurpúðar :P

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klukkidótið hefur greinilega alveg fraið fram hjá mér.. var að lesa það núna áðan og man bara ekki eftir að hafa séð það áður..
Ætli vala sé ljóska?

Nafnlaus sagði...

heheh... við eigum nú alveg okkar ljóskutakta... ;) en það gerir lífið bara skemmtilegra!!! :P