mánudagur, febrúar 06, 2006

magnað hvað ég virðist ekki getað klárað skólaverkefni fyrr en skömmu fyrir skilafrest! á að skila 10 bls. ritgerð núna á miðvikudaginn og að sjálfsögðu er nöllinn hérna varla byrjuð að skrifa... maður er nú alveg í ruglinu bara... en jæja, svo lengi sem ég skila þó verkefnunum þá hlýt ég að sleppa.. ;) heheh...

við ottó erum búin að sækja um tvö kollegi í köben og erum við frekar vongóð að fá inni allavega í öðru þeirra... okkur langar samt eiginlega frekar í okkar íbúð en bara málið með það er að þær íbúðir sem eru á markaðnum núna vilja fá leigendur frá mars eða apríl sem er jú alltof snemmt fyrir okkur.. þannig að við getum eiginlega ekkert farið að leita almennilega að íbúð fyrr en í apríl eða maí... mig langar ekkert smá mikið að flytja aftur til holstebro en það er ágætt að prófa köben líka, skólarnir þar og svona... :) svo er ég svo heppin hvað ég þekki marga þar í kring.. villi bróðir í hróaskeldu, dönsk vinkona mín og kærastinn hennar rétt hjá köben , frændfólk mitt býr í köben og svo náttla valan mín í stokkhólmi sem er nú ekkert agalega langt í burtu, allavega styttra þar á milli heldur en héðan frá íslandi ;)

vá hvað mig er samt farið að hlakka til að flytja út... ok veit alveg að það eru alveg 6-7 mánuðir þangað til en alltaf gaman að hlakka til einhvers ;) vissulega verða þetta þvílik viðbrigði en þetta er náttúrlega bara nauðsynlegt fyrir alla... eiginlega frekar hissa á að ég sé ekki löngu farin út en núna er sko kominn tími til... allavega í mínu tilviki...! en já planið er semsagt að fljúga út miðjann ágúst... það getur náttúrlega altaf breyst eins og með allt í lífinu en það er sumsé allavega stefnan núna í dag... og já... það eru litlar sem engar líkur á að ég sé að fara á þjóðhátíð í eyjum þetta árið... sorry elskurnar! veit að sumir eru ekki ánægðir með þetta en svona er lífið maður verður stundum að velja og hafna, ég verð þarna samt þokkalega í anda! ;) síðustu þrjár þjóðhátíðir hafa verið hreint út sagt brjálæðislega skemmtilegar og mun ég bókað mál fara aftur, því miður bara ekki þetta árið... en meina, það kemur önnur þjóðhátíð á eftir þessari, ekki satt? :P

3 ummæli:

Vala Rún sagði...

Jeij gaman gaman að þú flytjir til DK!;) en sussumsvei Audi mín, ég hefði sko átt að endurtaka leikinn þinn og láta þig skrifa undir samning! hihihi...það verður sko ekki samt án þín í eyjum!

Nafnlaus sagði...

heheh já samningurinn góði... :P en við höfum þá bara svona "mini þjóðhátíð" þegar ég er flutt út... sláum upp tjaldi í garðinum, bjóðum einhverju liði að koma og vera með, reddum okkur lunda, verðum með nóg af ópalstaupum, verðum með "í dalnum - eyjalögin sívinsælu" á repeat og tjúttum af okkur rassinn! (svona bara eins og við erum duglegastar við :P)hehehe...

Vala Rún sagði...

ooooo ég er strax orðin spennt!;)