Það var í nógu að snúast um síðustu helgi...
Föstudagskvöldið fórum við Ottó í fimmtugs afmæli hjá mági hans... það var haldið í Kríunesi og var sko alveg feyki nóg af gómsætum kræsingum og víni og bjór ;) vorum við orðin freeeekar skrautleg þarna um kvöldið! En þetta var voða gaman, mikið af fólki og hörkufjör!
Á laugardaginn byrjuðum við Vala svo að versla í matinn fyrir kvöldið og fór ég svo bara heim að læra... Um kvöldið fórum við Ottó svo til Völu og Andra þar sem var grillað, spilað, spjallað og haft huggulegt...Ottó fór rúllandi þaðan út þar sem Andri var sko alveg að standa sig í barþjónahlutverkinu, heheh! skot, bjór, vín, skot, meira skot, bjór, skot og svona gæti ég haldið endalaust áfram ;) en þetta var rosalega gaman :P
Svo er ég bara búin að vera að stönglast með þetta heimapróf mitt... er lítið annað búin að gera en að sitja yfir því og verður mikill léttir þegar ég verð búin að skila því á morgun!
Er búin að ráða mig á Heiðarborg í sumar... það er semsagt leikskóli sem er í mesta lagi í þriggja mínútna fjarlægð frá mér þannig að þarna spara ég líka massa bensínpening... heheh ;) klára prófin 11. maí þannig að ég byrja að vinna þarna þann 15. maí og verð til 15. ágúst...
En já.. núna er hún Edda systir barasta á Kúbu takk fyrir! Jájá, hún ákvað bara að skella sér í smá tjillferð til Kúbu með nokkrum vinum sínum! Ég er einmitt ekkert abbó... heheh nei nei.. :D hefði sko ekkert á móti því að fara þangað, það er víst klikkað heitt þarna núna og voða skemmtilegt... svo koma þau heim eftir viku... örugglega svört eins og kolamolar eða bara rauð eins og tómatar ;)
Núna er bara rúmur mánuður í prófin... pælið í geðveiki ha! Þetta er alltof fljótt að líða og núna er svo mikið stress á manni að ná prófunum upp á námslánin að gera... ég verð helst að fá þau núna til að geta farið til Danaveldis í haust og til að geta lifað þar! Þannig að ég bara VERÐ að ná... allavega 12 einingum til að fá 75% lán en auðvitað stefni ég á að ná þeim öllum :)
jessíry bob (eins og sumir segja) ;)
ætlaði bara aðeins að láta vita af mér... bæ í bili :)
4 ummæli:
hehe já þetta var gaman..
verðum að gera þetta aftur.. eftir próf??
jafnvel sko :) þetta var rosa skemmtilegt kvöld... gaman af ottó þegar andri gaf honum absentið, einn ekki alveg að fíla það ;) hehhe...
og já... það eru komnar fleiri myndir inná myndasíðuna :)
híhí.. fínar myndir.. hvar varst þú samt.. það er engin mynd af þér.. :/
híhíh... ég var bakvið myndavélina ;)
Skrifa ummæli