þriðjudagur, apríl 11, 2006

ég er búin að vera að drepast úr verk í tanngómnum í meira en viku þannig að ég fór í gær og lét tékka á þessu og var mér tilkynnt það að ég væri með rótarbólgu takk fyrir! það er semsagt útaf því að fyllingin sem var sett í þessa tönn síðasta haust var sett alltof neðarlega og eyðilaði einhverjar taugar í tönninni og eitthvað svoleiðis... ég þarf semsagt að fara í tvær tannaðgerðir útaf þessu á mánaðar fresti í sumar! vei... það sem hann gerði í gær var að fara alveg niður í taugarnar og setja sótthreinsiefni til að hreinsa allt þarna umkring... svo næst verða taugarnar í tönninni víkkaðar og drepnar og í seinasta skiptinu verður sett fylling yfir og gengið frá.. samt þarf að líða mánuður á milli allra þessara skipta til að þetta heppnist fullkomnlega! alveg típiskt fyrir mig að lenda í einhverju svona veseni... þetta er heldur ekkert gefins, nei aldeilis ekki... í gær þurfti ég að borga 15000 kr fyrir þetta og hin tvö skiptin verða dýrari þar sem meira verður gert í þeim! þetta er náttúrlega algjört rip-off... en það verður víst bara að hafa það, þar sem ég vil ekki hafa þetta svona...


(tannlæknar eru EKKI í uppáhaldi hjá mér!!!)

anyways... búin að pirra mig nóg á tannlæknum.. ;)

við ottó kíktum í bíó á sunnudagskvöldið á lucky number sleven og var hún bara þrusugóð... allavega ágætis afþreying sko en samt allt öðruvísi en ég hélt en á góðan hátt :) vel þekktir leikarar í henni eins og josh hartnett, ben kingsley, morgan freeman, lucy liu, bruce willis og fleiri góðir sem setja góðann svip á myndina :)

Vala á afmæli í dag og er skvísan orðin 22.ja ára gömul!! tillukku með það enn og aftur sæta ;)

annars var síðasti dagurinn í vinnunni í dag þannig að nú tekur við seta á hlöðunni frá morgni til kvölds... reyndar er hún lokuð núna yfir helstu páskadagana og verður líklega bara lært heimavið þessa daga sem er lokað, allavega verður ekki komist hjá því að læra..! :)

ætla að fara að horfa á prison break... ;)

Engin ummæli: