föstudagur, apríl 14, 2006

vá hvað ég öfunda fólk sem er í páskafríi og getur notið þess til fulls... get ekki beint sagt að þetta sé mikið páskafrí hjá mér þar sem maður er rifin á fætur klukkan 7 hvern einasta dag til að læra! það er svosem alveg ágætt, geta nýtt daginn vel en ég væri nú alveg til í að kúra aðeins lengur þar sem ég er alger kúrari.... en það verður bara að bíða betri tíma.. get vonandi notið þess um helgarnar í sumar ;)

tókum okkur smá pásu í gær og kíktum til ástu láru litlu frænku en skvísan sú átti nefnilega afmæli í gær og varð 12 ára... vá hvað ég man eftir þessum aldri, bjó akúrat í danmörku þegar ég var 12 ára og hélt ég uppá 11, 12, 13 ára afmælin mín með þremur öðrum dönskum krökkum í sal sem við leigðum í þessi þrjú skipti og man ég hvað þetta voru fáranlega skemmtileg "partý" hjá okkur... buðum krökkunum í bekknum og vorum með pizzu, kökur og eitthvað gúmmulaði og fórum svo í leiki sem allir skemmtu sér vel í langt fram eftir kvöldi... þarna var þetta allt svo saklaust ;) hefur breyst svona "smá" með árunum... hehe!

annikan mín átti afmæli á miðvikudaginn og er hún núna orðin gömul kona... svona miðað við mig ;) heheh... til hamingju með það aftur sykurpúði! :*



en já.. við erum ein í kofanum yfir páskana þar sem foreldrar ottós eru fyrir austan í bústaðnum en þau buðu okkur í mat í kvöld og ætlum við að skella okkur aðeins austur fyrir fjall til þeirra... svo ætlar mamma að hafa mat fyrir okkur á páskadag þannig að við missum ekki af páskamatnum þar sem að við erum nú ekki að elda einhverja steik fyrir okkur tvö bara :)

svo er það náttúrlega páskaeggjaát á sunnudaginn!! þokkalega baby, enda fær maður nú bara páskaegg einu sinni á ári ;)



ég hef alltaf fengið nóa síríus en fékk svo líka rísegg frá freyju í fyrra og fannst mér það bara ótrúlega gott... fæ svoleiðis núna í ár og líka reyndar nóa... halda í hefðina ;) hehhe

en ég er farin að halda áfram með ritgerðina mína... sem er um sjálfsvíg, ekki beint skemmtilegt efni svona í páskagleðinni, en eitthvað sem ég kemst ekki hjá að skrifa um...

þangað til næst... see ya babes ;)

1 ummæli:

Dora sagði...

Já ég er á fullu í kistulagningum.. jarðarförum og myndatökum og fl .. líka að aðstoða mömmu í fermingarundirbúningi.. njáll að fermast á morgun !! búin að vera vakin um 8 alla morgnana... hefði alveg verið til í að sofa út :) en ég hefði alveg verið til í að prófa rísegg :P hljómar allavega vel