Það er alveg ótrúlegt hvað veðrið er búið að leika við mann alveg síðustu daga! þvílík bongó blíða og maður þarf að sitja inn og læra... við erum að tala um að fyrir 8 í morgun var komin þvílík sól og 8 stiga hiti... nú er bara að vona að þetta haldist svona út sumarið... :)
fór í fyrsta prófið mitt á laugardaginn og gekk það eiginlega betur en ég átti von á.. held ég... eða vona allavega ;) allt prófið var 3 stórar ritgerðarspurningar og gat ég svarað þeim öllum ágætlega held ég... nú er bara að bíða og sjá...
en núna er það bara áframhaldandi lestur og svo er ég ekki nógu ánægð með ritgerðina sem ég á að skila núna á fimmtudaginn í prófinu þannig að ég ætla að reyna að líta á hana aftur og laga hana eitthvað...
svo er ég búin að fá að vita úr heima/lokaprófinu í geðheilsufélagsfræði sem ég tók í mars og náði ég því vel, þannig að það eru allavega komnar 3 einingar í hús! mikil gleði það! :P
11. dagar í síðasta prófið mitt... það er jafnframt lengsta prófið mitt og eina prófið sem ég fer í sem byrjar hálf tvö... sem þýðir að ég er búin hálf sex ef ég nota allan tímann... hmm... ekki beint gleðilegt þar sem ég hefði alveg viljað verið búin snemma í síðasta prófinu mínu til að geta nota daginn í eitthvað skemmtilegt en það er víst ekki í boði... maður verður ábyggilega þreyttur as hell og er ekki eftir að nenna neinu nema kíkja í ljós og eitthvað rólegt.. eða nei, ætla að fara í WC og taka vel á því... hef ekkert mætt að viti síðustu vikurnar útaf lestri og lærdóm og er ég barasta farin að sakna þess þannig að ég ætla í ræktina!! svo held ég að það sé alveg kominn tími á að annikan mín fái afmælisgjöfina sína þannig að ætli maður reyni ekki að kíkja til hennar þarna um kvöldið :)
bara mánuður og 3 dagar í að sykurpúðinn minn lendir á klakanum og hlakkar mig ólýsanlega til!!! sakna hennar ekkert smá mikið og verður það endalaus gleði þegar ég flyt til DK því þá verður svo stutt á milli okkar! :) það er einn kostur þess að flytja út, gallarnir eru aftur á móti þeir að ég get ekki tekið alla vini mína og famíliunna með mér út... :( eins gott að þið verðið dugleg að koma í heimsókn!!
annars er ég að pæla í að breyta þessari síðu smá.... ef ég finn út úr því! hehe, er ekki alveg sú tæknivæddasta en maður hlýtur að geta klórað sig einhvern veginn áfram ;)
until next....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli