miðvikudagur, maí 03, 2006

mmm... ef ykkur langar í góðann ís skellið ykkur þá á McFlurrys á McDonalds!! hann sko sjúklega góður ef hann er með daim og engu öðru... þetta er bara aðalmálið hjá okkur ottó þessa dagana eftir dagslangann lærdóm... hehe mæli með honum, sérstaklega núna þegar það er að koma sumar og flottheit :P

lærdómurinn gengur ágætlega, einbeitingin á það til að detta niður eins og gengur og gerist bara og þá er nauðsynlegt að taka smá smá pásur og þá er alveg tilvalið að skella sér á einn leik en strákarnir hérna eru ALLTAF í þessum enda er hann rosalega skemmtilegur þegar maður er búinn að setja sig inní hann... tékkið á honum ef ykkur leiðist ;)

próf á morgun, laugardaginn og svo á fimmtudaginn í næstu viku... það verður sko ljúft að labba útúr síðasta prófinu!! ;) er ekkert alltof bjartsýn fyrir prófinu á morgun, ég lærði svo mikið fyrir fyrsta prófið mitt að þetta féll smá í skuggann og það er bara alls ekki nógu gott... þannig að ég verð ekkert voða hissa þá ég fái falleinkunn í þessu en það verður bara að koma í ljós.. :)

við ottó vöknuðum heldur betur við þær gleðifréttir í sjónvarpinu í morgun að George Michael ætlar að stíga á svið í Parken í nóvember og ætlum við að sjálfsögðu að kíkja enda annað ekki hægt þegar maður er einungis í nokkura kílómetra fjarlægð frá staðnum! en þetta verður sko hörku fjör enda hörku söngvari hér ferð :)

en já... kannksi best að kíkja aðeins yfir glósurnar áður en maður fer heim að sofa... :)

3 ummæli:

Vala Rún sagði...

Gangi þér vel í prófunum sæta mín;) þar sem herra packard er kominn til tölvulæknis þar sem hann náði sér í fuglavírusflensuna þá verð ég ekki við á msn næstu daga! þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur, ég er enn á lífi;) btw það er 17 stiga hiti úti.. kannski maður skelli sig á einn mc'flurry! og já parken í nóvember, kannski maður plani köbenferð þá?;) knús og kram!!

Nafnlaus sagði...

takk fyrir það :P en já vona að tölvan þín komist í lag sem fyrst... gengur ekkert að vera tölvulaus!
hehe og já... parken er klárlega málið í nóvember!! ;)

Vala Rún sagði...

Heyrðu.. var að sjá auglýst að hann er líka að fara að spila í Stokkhólmi í Globen!!;) þannig að núna er bara spurning, þú í heimsókn til mín eða ég í heimsókn til þín? hehe...