hmmm... hér er maður búin að bíða og bíða eftir að sumarið og sólin komi og svo bara tilkynnir siggi stormur að næstu VIKURNAR muni verða vætusamar!! hvað er eiginlega málið! mig er alveg ferlega farið að langa í sól og hita... :P
annars er bara mest lítið að frétta...
vala skvísa bauð í mat í gær og bauð hún uppá fajitas... mmm klikkað gott... og svo má ekki gleyma ísnum sem ég gat engan veginn klárað! íssjúklingurinn sjálfur :P heheh en já, skemmtilegt kvöld í góðum félagsskap ;) tíhí!
og já... engin íbúð í köben ennþá komin en við erum alveg að leita á fullu núna... búin að skrá okkur á nokkrar danskar "íbúðarsíður" þannig að núna er eiginlega bara að bíða og sjá... er samt orðin pííínu stressuð að fá ekkert en maður verður bara að vera duglegur að fylgjast með :)
erum farin að skipuleggja þetta allt saman miklu betur núna en við vorum að gera... erum núna virkilega farin að pæla í hvað við þurfum að kaupa og hvað við tökum með og allt í þessum dúr... fórum einmitt áðan á útsölumarkaðinn í húsasmiðjunni og keyptum okkur ódýra en fína eldhúsvikt... heheh allt að koma ;) svo þurfum við að redda hinu og þessu, fá alls konar vottorð og því um líkt... þannig að það er alveg þónokkuð stúss að vera að flytja svona milli landa...
annars er ég ekkert smá fúl yfir að brasilía sé dottin út á HM, það er náttúrlega bara rugl... reyndar voru frakkarnir miklu miklu betri í þeim leik og áttu alveg sigurinn skilið en samt fúlt að brassar komust ekki lengra... er líka pínu fúl að frakkar sendu líka portúgala heim áðan.. langaði að fá þá áfram en frakkar eru greinilega ennþá með svona rooosalega sterkt lið þó að það sé farið að eldast þónokkuð...
en það verður gaman að sjá lokaleikinn þrátt fyrir þetta... :P
ohh er svo með einhvern augnvírus núna, klikkað óþægilegt... búin að vera klikkað rauð í öðru auganu í tvo daga og ótrúlega óþægilegt að horfa með því... reyndar aðeins farið að líta betur út og vona ég að þetta verði orðið gott á morgun... :)
er núna að horfa með öðru auganu á prufurnar sem voru hérna á gauknum fyrir rock star: supernova og er að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að nenna að vaka yfir sjálfa þættinum á miðnætti... væri nátttúrlega alveg gaman að sjá hvernig magni "okkar" stendur sig og hvort hann komist í gegnum fyrsta þáttinn... :D reyndar finnst mér bara ótrúlega flott hjá honum að komast svona langt... og það er nokkuð augljóst að íslendingar eiga gott tónlistafólk enda ekki slæmt hjá svona lítilli þjóð að fá 4 einstaklinga í 50 manna úrslit af rúmlega 30000 manns!!! það finnst mér nokkuð magnað :)
en já, langaði bara aðeins að láta vita af mér... :)
hendi hérna inn einni mynd frá útskriftardeginum hans ottó... grínistinn hann er búinn að skýra hana "bold & the beautiful" myndina! :D hahaha... einmitt... bara ridge og brooke mætt á klakann :Þ
heyrumst elskurnar!
4 ummæli:
Svo sæt mynd :)
oh sætu sætu sætu!! takk fyrir síðast skvís, ég borðaði fahitas í gær líka, og gettu svo hvað var í matinn í vinnunni í dag? FAHÍTAS! og í eftirrétt... ég er að breytast í fahítu... nú er bara næst á dagskrá að koma þér í déjoðaemmemmgírinn, spurning um að taka eitt eyja reunion um helgina?;)
úps það átti að vera: og ÍS í eftirrétt haha...ciao!
takk íris :)
og vala... heyrðu já það verður tekinn einn góður eyjapakki á þetta á laugardaginn... ;) count me in!! :P
Skrifa ummæli