laugardagur, júlí 15, 2006

Hvernig er þetta eiginlega, ætlar maður aldrei að losna við þetta kvef sem situr sem fastast í manni?! er að verða nett pirruð á þessu... hugsa að þetta sé sólarleysi og þar af leiðandi d-vítamíns skortur! ;)

en já, ætluðum austur í bústað að hjálpa mömmu ottós og pabba að bera á bústaðinn en þar sem spáir ömurlegu veðri um helgina þá verðum við líklega bara í bænum enda lítið hægt að mála í rigningu...
svo er ekki eins og maður geti skellt sér á eitthvað tjútt eins og staðan er í dag, ég bara kafna í eigin hósta ef ég hætti mér inná skemmtistað, frekar fúlt! :(

en nóg um neikvæðni og pirring... það dugar skammt! :)

síðasta helgi var alveg til að bæta þessa upp þannig að maður ætti lítið að vera að kvarta...
föstudagurinn var bara tekinn rólegur, kíktum aðeins í pool og rólegheit... samt mjög gaman enda finnst mér svo gaman í pool :P
á laugardeginum fór ég svo til völu skvísu sem var með smá hitting, og þar var horft á leikinn og sötraður bjór... svo þegar mannskapnum tók að fjölga var það hvítvín og ostar! heheh, talandi um stemningu ;) svo var kíkt aðeins í bæinn þó að ég hafi staldrað stutt við en þetta var klikkað kvöld í flesta staði :P

núna er HM jú búið og var ég eiginlega bara frekar sátt við að ítalir tóku þetta... ekki alveg það sem ég bjóst við, en alveg það sem ég vildi :)

kíktum á reykjavik pizza company í gær og vá hvað það eru brjálæðislega góðar pizzurnar þarna... allavega þessi sem við fengum okkur (með hnetum, kalkún, rjómaosti og einhverju fleiru) og hvítlauksbrauðið var alveg til að deyja fyrir :D mæli með þessum stað, eini mínusinn var kannksi að við biðum í alveg 45 mínútur líklega eftir hvítlauksbrauðinu sem átti samt að koma sem forréttur og svo þegar við vorum nýbúin að fá það kom pizzan strax... það var það eina... en annars bara massa staður ;)

ekkert nýtt af DK málum... vona að einhver íbúð fari að detta inn... er búin að hugsa aðeins um skólann sko, ef ég kemst ekki inn þá ætla ég bara að fara að vinna í hálft ár og reyna svo aftur eftir það því að það er víst miklu auðveldara að komast inn í skólana um jólin þar sem aðsóknin er minni... væri nú ekki beint leiðinlegt að vera að vinna í t.d. H&M á strikinu, heheh ;)
en ég vona nú samt að ég komist inn í skólann, bara gott að hafa varaplan :)

en já, ætla að kíkja eitthvað út á útsöluna ;)

og já... til hamingju með daginn íris :)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk :) já ég vona að það fari nú að detta inn íbúðartilboð !!
En hvenær farið þið út ??

Nafnlaus sagði...

við förum 17. ágúst... um morguninn... :) svaka stuð!
en ferð þú í partíið hjá bjarna á laugardaginn?

Nafnlaus sagði...

Allir til Bjarna!! ;)

Á ekkert að fara að henda inn link á mig eða?!!

Nafnlaus sagði...

já ég ætla að fara, en þú ??? getum farið saman ef þú vilt :)

Nafnlaus sagði...

komið í lag gulli! :)

en jú, ég fer líka :) en mér skilst að við ottó séum að fara austur á laugardaginn til að hjálpa pabba hans að mála bústaðinn, þannig að við komum seint í bæinn um kvöldið en mætum samt alveg í partíið... en takk samt fyrir boðið íris :P
hlakka til að sjá ykkur í hressleikanum!! ;)

Nafnlaus sagði...

Já ok, þá bara sjáumst við hressar í partýinu ;)

Dora sagði...

hæ skvís :) alltof langt síðan ég hef séð þig .. alveg hætt að sjá þig ... láttu í þér heyra .. ætlaði bara að kvitta fyrir mig og kasta á þig kveðju ... :) see ya beib

EddaK sagði...

söknuðum þín í partýinu! sjáumst vonandi úti í DK ;)