miðvikudagur, ágúst 02, 2006

hehe, vá hvað ég er ekki búin að vera að standa mig í þessu bloggeríi... en anyways :)

ég er komin í skólann í dk þannig að núna er þetta allt að púslast saman... ég komst reyndar ekki inn í félagsfræðina sem ég sótti um númer 1, en ég bjóst nú alveg við því þar sem mig vantaði 2 fög til að uppfylla lágmarkskröfur... en það sakaði ekki að reyna allavega ;) en já, ég komst semsagt í enskuna sem ég sótti um númer 2 og er bara massa sátt við það!! finnst líka bara svo mikill léttir að vera búin að fá að vita hvað ég er að fara að gera í danmörku... er búin að bíða frá því í mars takk fyrir, þannig að núna anda ég aðeins léttar...

núna er reyndar annar hausverkur í gangi hjá manni og það eru húsnæðismálin... það er ekkert smá erfitt að reyna að finna eitthvað bitastætt þarna úti í köben, og sérstaklega þar sem við getum ekki farið að skoða íbúðirnar sem við erum að spyrjast fyrir og þar sem útleigendurnir vilja yfirleitt alltaf hitta fólkið áður en það ákveður sig þá gengur þetta asni hægt hjá okkur...
fengum reyndar tilboð í morgun um kollegi... þetta er bara svo ofsalega lítil íbúð og við fáum hana ekki fyrr en 1. sep... og við förum út 17. ágúst... en við erum reyndar að pælí að segja já við henni samt sem áður bara til að hafa eitthvað til að byrja með, getum svo stækkað við okkur eftir 1 - 2 mánuði...

en já, styttist óðum í að við förum... ég er samt ekki lengur bara spennt... nú er komin smá kvíði í mig líka en vona að það detti upp fyrir sem fyrst... :P býst nú samt alveg við því að þetta verði smá skrýtið svona fyrst og jafnvel erfitt en hugsa að það lagist svo bara með tímanum, það er allavega eins gott, annars kem ég bara heim ef ég er að drepast úr heimþrá!! ;)

góður dagur í dag, útborgunardagur og slatti sem ég fékk tilbaka frá skattinum!! var sko alveg viss um þetta væri einhver vitleysa þar sem þetta var svo mikill peningur en svo var sem betur fer ekki, þannig að ég er vel sátt! ;)

fórum annars í bíó í gær á superman returns og var hún alveg ágæt svosem, skildi lítið eftir sig en jú, er samt sem áður alveg nokkuð góð afþreying :)

lítið búið að vera að gera í vinnunni, ennþá svo mörg börn í fríi og hlakkar mig bara til þegar þau koma öll aftur, svo maður fari nú aftur að vinna eitthvað að viti :) ætluðum að byrja að mála leiktækin úti í síðustu viku en þar sem rigningin hafði vinninginn varð lítið úr því, en ætlum bara að nýta "hitabylgjuna" sem er spáð næstu daga í þetta... sem verður næs... að hafa eitthvað að gera og fá að vera úti í sólinni sem var by the way ofur sweeeet í dag!! :P

við ottó fórum í útilegu síðustu helgi í fljótshlíðinni á stað sem heitir hellishólar... mæli með þessum stað... stórt tjaldsvæði þar sem maður mátti vera hvar sem er, þannig að það voru ekki allir ofan í öllum... hægt að komast í veiði og svo var golfvöllur á svæðinu sem við testuðum auðvitað, þó með misskemmtilegum árangri þar sem það voru mörg vötn sem maður átti að skjóta yfir og þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég spila á svona vatnagolfvelli, fóru alveg þónokkrir ofan í hjá mér ... reyndar var ég nú ekki alveg ein um það!! hehe... en ég var þó skárri í seinna skiptið sem við spiluðum þarna ;)

næstu helgi er verzló... ótrúlegt hvað þetta líður!!! en já, engar eyjar hjá mér þetta árið :( verð að láta góðar minningar frá fyrrum verlsunarmannahelgum duga mér núna í ár og þær eru sko ekki fáar! og flest allar jú óóótrúlega skemmtilegar, enda hef ég alltaf verið með svo æðislegu fólki sem hefur gert þessa helgi ár eftir ár svona eftirminnilega þó svo að ég hafi aldrei farið með sama fólkinu... hehe, gaman af þessu :P

en já...flest allir sem ég þekki eru að fara eitthvað útúr bænum og eru flestir annað hvort að fara til eyja eða norður á akureyri þannig að það er bara róleg helgi í bústað framundan hjá okkur... nóg af bjór, grillmat og heitum potti :P og maybe even heimsókn til hörpu korselettu og einars í bústaðinn þeirra ;)

allavegana... ætla að skutlast í háttinn...
ciao :*

6 ummæli:

EddaK sagði...

Iss lítil íbúð - það er ekkert mál!¨sú sem við fengum var 41 fm :) myndi bara segja já við þessu og láta slag standa :)

Nafnlaus sagði...

Jújú allir að fara úr bænum nema við Biggi !!

EddaK sagði...

íris við erum nú ekki að fara neitt heldur! og ekki ella heldur! Það eru furðulega margir í bænum yfir helgina...

Nafnlaus sagði...

Auður, ég á eftir að sakna þín um helgina..en þú verður bara með okkur í anda .. lundi.. elgos og rok...snuddufaraldurinn.. Dalurinn 24... heimsendur matur..dauði við hlið dáta..við tökum með okkur risastóran bangsa og límum mynd af andlitinu þínu á!;) ciao

Nafnlaus sagði...

Þetta reddast allt í dk maður, þú átt eftir að gera þetta mega huggó Auður skrapari;)
En þið eruð velkomin að kíkja annaðkvöld, væri gaman að fá ykkur, sýna ykkur t.d hvernig maður spilar fimbulfamb, en ég tek það fram að ég er þekkt fyrir ólýsanlega íslenskukunnáttu!;)

Nafnlaus sagði...

hehe já edda ég veit ég ætti ekkert að láta stærðina á íbúðinni hafa áhrif á mig, er eiginlega alveg búin að sætta mig við hana svona fyrstu mánuðina allavega ;) en finnst bara súrast að fá hana fyrst 1. sept... en það reddast bara :P

oooo vala, veistu hvað ég verð sko bókað með ykkur anda fyrst ég missi af þessu núna :( hehe og já líst vel á bangsahugmyndina ;)

thanx harpa, hljómar súper vel :P

og íris, eruð þið biggi semsagt ekki að fara á akureyri með strákunum?