sunnudagur, ágúst 27, 2006

Héðan er allt gott að frétta af okkur í danaveldinu... erum núna hjá villa í hróaskeldu og förum svo örugglega í lyngby á morgun í herbergið hans bjarna ef hann og edda verða búin að flytja :)
það varð smá breyting á plönum því að við komumst að því að við fáum íbúðina okkar líklega ekki fyrr en 5-6 sept sem er ansi fúlt þar sem við ætluðum að reyna að koma okkur fyrir áður en skólarnir byrjuðu á fullu... við erum samt að krossa fingur og vonum að við fáum hana aðeins fyrr... annars komum við aftur hingað til villa á föstudaginn og verðum hér þangað til við fáum íbúðina...

mikið að gera næstu helgi... föstudagskvöldið er eitthvað sem heitir roskilde by night og þá er einhver dagskrá niðrí bæ og búðir opnar langt fram á nótt og einhver skemmtilegheit....
daginn eftir, semsagt á laugardeginum er bróðir minn að fara að gifta sig hvorki meira né minna! og það verður eflaust endalaus gleði! :P hehe, gleymdi fína kjólnum mínum auðvitað heima þannig að mamma sendi hann express í dag þannig að ég vona að hann verði kominn fyrir föstudagin svo ég geti nú verið sæmileg til fara! ;)

get ekki sett inn nýjar myndir strax þar sem snúran gufaði upp á óskiljanlegann hátt..! ef hún kemst ekki í leitirnar þurfum við að bíða eftir að fá dótið sem er í gámnum því þar er hin snúran... en lofa að setja inn myndir um leið og ég kemst í snúru!! :P

á morgun og hinn eru introdagar í skólanum hans ottós og á fimmtudaginn er svoleiðis hjá mér líka og ætlum við að kíkja á þá og kynna okkur þetta allt saman... vona að ég fái bráðum stundatöfluna mína en ottó er búinn að fá sína og lítur hún ágætlega út... á föstudögum er hann bara í kennslu fyrstu þrjár vikurnar og svo engin meiri kennsla á föstudögum hjá honum út þessa önn... sweeet!! vona að mín sé líka svona þægileg :P

veðrið hérna er nú ekki upp á marga fiska, rigning þrumur og eldingar, en maður ætti varla að vera kvarta mikið þar sem ástandið á jótlandi(stóru eyjunni ;)) er muuuun verra! þar er á mörgum stöðum ekki hægt að keyra þar sem allt er bókstaflega á floti! svo fékk gaur sem var í fótbolta eldingu í sig og dó en það tókst víst að lífga hann við eftir smá stund en maður er greinilega hvergi óhultur...

svo var íslendingi ýtt fyrir lestina hérna í köben!! það var víst kraftaverk að hann lifði þar sem hann lenti akúrat á milli teinana!!! what a crazy world...

annars verð ég að þjóta núna...
sakna ykkra allra bönch! :*

4 ummæli:

Anna Katrin sagði...

hvahh bara ALLT að gerast!

Nafnlaus sagði...

Ji minn eini og sanni sko, viltu passa þig stelpa;) Vona að þu fáir góða stundatöflu, mín er frekar næs, alltaf kennt eftir hádegi og alltaf frí á fimmtudögum:) Gettu hver á eftir að beila á MEGA skipulaginu sínu..mohaha:)

Bið að heilsa þér í bili sæta:*

EddaK sagði...

Jaherna eg fæ nyja stundaskra vikulega! What is that all about! og ekkert vetrarfri og bara viku i juleferie... en engin desemberprof thannig ad eg get notid adventunnar i køben sem er bara gott :) verdum ad fara ad hittast!

Nafnlaus sagði...

já það er sko alltaf hasar í danmörkinni annika mín!

úú ég hefði nú ekkert á móti samskonar töflu og þú ert með harpa! ;) líst þér ekki annars bara vel á skólann sæta mín?

en ji edda... en magnað að fá nýja stundatöflu vikulega! það myndi algjörlega rugla mitt skipulag :D hehe, þú munt komast að því að danirnir eru mjög spes í öllum svona málum... hugsa mjög mikið í vikum! en já, við sjáumst á morgun skvís! hlakka til :)