jæja, þá erum við komin í enn eitt skiptið til hróaskeldu til villa... erum bæði alveg komin með nóg af þessum mikla flækingi enda erum við í öll skiptin sem við förum eitthvað með lest og strætó með þvílíkan farangur með okkur, og að burðast með 2 fartölvutöskur, 8-10 poka af allskonar dóti og svo þungar töskur langar vegalengdir og þurfa að skipta oft um lestir og strætó er sko ekkert grín!! enda erum við bæði að farast úr vöðvabólgu og væri nú ekki leiðinlegt að komast í nuddpott til að ná þessu úr sér en það verður víst að bíða betri tíma!
vorum í byrjun vikunnar í herberginu í lyngby á vindsæng með kertaljós til að lýsa okkur (þar sem bjarni var búinn að flytja allt sitt dót í nýju íbúðina sína) og var það bara alls ekkert slæmt! okkur fannst þetta bara nokkuð kósí þegar allt kom til alls :)
svo í gær fórum við til bjarna og eddu og gistum hjá þeim síðustu nótt í nýja sófanum þeirra! :) fórum út að borða á huggó stað sem er bara í næsta húsi við þau og var það bara klikkað fínt! kíktum svo aðeins á kaffihús sem var þarna rétt hjá og eftir einn öl eða svo héldum við heim til þeirra... vöknuðum svo frekar snemma þar sem nóóóg var eftir að gera (eins og alla hina dagana sem við erum búin að vera hérna!!!) og urðum við því að byrja daginn snemma...
b.t.w. takk aftur fyrir gistinguna!! ;)
á morgun er svo giftingin hans villa og þar sem við þurfum að vera mætt niðrí ráðhús klukkan 11 verður dagurinn á morgun líka tekinn snemma... svo geri ég ráð fyrir að það verði bara haldið heim á leið og veisla taki við... allavega kom fjölskyldan hennar olgu (mágkona mín to be) frá póllandi í dag og komu þau með böns af pólskum mat og rauðum vodka!
við ottó fórum aftur í skólana í dag, ottós til að kaupa bækur fyrir hann og svo í minn til að tékka á stundatöflunni minni... ég er alveg nokkuð sátt með hana bara... er tvo tíma á mánudögum, 3 á þriðjudögum, einum tíma á miðvikudögum, 5 tímum á fimmtudögum og alveg í fríi á föstudögum!! nú er ég bara eftir að kaupa bækurnar mínar, geri það þegar ég fæ listann, og þá erum við alveg set to go... allavega hvað snertir skólana! ottó byrjar svo á mánudaginn í skólanum og ég á miðvikudaginn...
hey já, svo aðalmálið!! fengum lyklana af íbúðinni í gær!! þvílík gleði á þessum bæ að taka við lyklunum og skoða íbúðina og hugsa um hana sem okkar :P okkur líst bara ágætlega á þetta sko, aðeins stærra en ég bjóst við og stefni ég að því að gera hana rosa kósí!! þurfum að kaupa svefnsófa í stofuna fyrir gestina og ætlum við að reyna að drífa í því næstu helgi, ef ekki fyrr...
fáum dótið okkar sent frá samskipsgaurunum á mánudaginn en getum samt ekkert byrjað að innrétta neitt fyrr en á miðvikudaginn því við megum fyrst flytja inn þá... semsagt á miðvikudaginn eftir 14:00! það þarf nefnilega að mála og eitthvað vesen fyrst þannig að við verðum bara að bíða þolinmóð... :)
fékk smá gæsahroll í dag samt... það var maður í albertslund (tilkomandi bænum okkar!!!) sem var heima hjá sér í gær og það var bankað á dyrnar hjá honum og eins og hver annar maður myndi gera fór hann til dyra... sem er ekki frá sögu færandi nema það að þegar hann opnaði hurðina var hann stunginn 8 sinnum með hníf alveg að tilefnislausu!! hafði aldrei séð manninn áður eða neitt... en fyrir kraftaverk lifði þessi gaur af og gat lýst stungugaurnum, þó ekki mjög nákvæmt en hann er allavega eftirlýstur núna... en þetta er ekkert spaug sko, þetta er bærinn sem við erum að flytja í og kannski bara einhver stunguóður kall sem býr hliðiná okkur!!! hehe, kanski aðeins of dramatísk en meina, hvað veit maður... :D samt alveg magnað, af öllum bæjum í danmörku gerist þetta í litla bænum "okkar"!!
vorum að horfa á "sögulegann" leik dana og portúgala þar sem danir unnu portúgala 4-2 og er það jafnframt fyrsta skipti sem danir vinna portúgala... reyndar ekkert merkilegur leikur en ágætis upphitun fyrir leikinn á miðvikudaginn! danir tala einmitt mikið um að það verði sko erfiður leikur þar sem íslenska liðið er orðið svo rosalega öflugt, en vi for se eins og danirnir segja ;)
anyways... þarf að ná smá beauty sleep fyrir brúðkaupið þannig að ég segi þetta gott í bili... :)
3 ummæli:
Mér fannst geggjað gaman að hafa gesti í litlu ókláruðu íbúðinni okkar :) vona að sófinn hafi farið vel með ykkur!
Hæhæ pæja gaman að heyra frá ykkur. Vona að þessi stungumaður náist nú fljótt svo bærinn ykkar verði alveg save ;)
gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir..
kv af klakanum
sófinn fær sko alveg hæstu einkunn!! ;) gaman að vera fyrstu næsturgestirnir ykkar! híhí...
hehe já vala, það er vonandi... og jú takk... getum farið að koma okkur fyrir á miðvikudaginn og mig er sko aldeilis farið að hlakka til!! :) en hvernig er þetta, ertu alveg hætt að blogga kona góð?!
Skrifa ummæli