fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ekki var ferðin í Bauhaus ferð til fjár... þar sem þessi búð er alveg huge vorum við heillengi að dútla okkur eitthvað þarna inni til að reyna að finna eitthvað sem við gætum kanski notað en við fórum náttúrlega út með ekki neitt í höndunum... frekar svekkjandi þar sem þetta var nú eiginlega eina búðin sem okkur dettur í hug að finna eitthvað til að hengja myndina upp... en leitin heldur bara áfram... þýðir ekkert að gefast bara upp!! ;)

Annars er maður búin að næla sér í eitt stykki kvef... :( mátti svosem búast við því þar sem hinn helmingurinn er búinn að vera frekar slappur undanfarið, með hálsbólgu og allt sem því fylgir...
nú er það bara c-vítamíns át á fullu þangað til ég kem heim því ekki langar mig að eyða þessum fáum dögum sem við stoppum heima í einhver veikindi... no thanks!

Svo er það aðalatriði dagsins....

...aðalsykurpúðinn minn á afmæli í dag og er hún orðin hvorki meira né minna en 21 árs skvísílíus!







Tillukku sætust... :* hringi í þig þegar skóladagurinn er búinn....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ooooo knús og kram skvísa! takk fyrir það;) ekkert smá gaman að heyra í þér.. hlakka til að sjá þig um jólin! váá fyndnar myndir hehe.. hvað er þessi í miðjunni eiginlega gömul?;)
ps: ef þig langar að kíkja til Stokkhólms íkvöld verður glamúrös partei hjá mér...

Nafnlaus sagði...

þessi í miðjunni er eins og hálfs árs... fannst þú svo sæt á henni ;)

en já, takk fyrir boðið! hehe ;) væri SVO til í að kíkja!!

skemmtu þér allavega alveg klikkað vel sætust!! :P