þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Ég átti alveg svakalega góðann afmælisdag í síðustu viku og bara takk fyrir allar kveðjurnar! ekkert smá mikið sem ég fékk af upphringingum og þvílikt og annað eins sms flæði hef ég bara ekki upplifað áður, semsagt gaman gaman!! ;) gaman líka að fólk sem ég átti nú ekki beint von á að myndi eftir afmælisdeginum mínum hafði samband og það var náttúrlega alveg æði!
Annars var dagurinn rosalega góður þökk sé Ottó, vorum bæði búin fyrir hádegi og síðan vorum við bara að tjilla og hafa það huggulegt (EKKERT lært þennan dag, heheh ) ! fékk meiri að segja köku og alles ;)
Fékk líka alveg slatta af pökkum þó að maður sé í allt öðru landi en allir sem ég þekki og er það greinilegt að ég á bestu vini og fjölskyldu í geimi! væmið væmið en satt :P hehe...
Nenni ekki að telja upp allt sem ég fékk en allavega var þar á meðal peningur, skartgripir, handadekursett og svo auðvitað þessi gæðagripur:




Fórum svo út að borða fimmtudagskvöldið þar sem við vorum bæði komin í helgarfrí þá og fórum á ítalskan stað í Frederiksberg sem við höfum farið nokkuð oft á og sem stendur sko alltaf fyrir sínu! Kíktum aðeins á MTV lætin á Ráðhúsplássinu en fannst þetta ekkert merkilegt þannig að við bara beiluðum þaðan!

Um helgina komu Annika og Karó til okkar og vá hvað var gott að fá þær hingað! Þær eyddum mestum tímanum hérna í búðum og gátu sko aldeilis bætt í fataskápinn þar sem þær keyptu svo mikið... heheh ;) gaman að því... þannig að helgin fór mestmegnis í búðarrölt með skvísunum þó svo að Annika hafi verið klikkað kvefuð, maður lætur nú ekki eittthvað kvef stoppa sig í búðunum! ;) kíktum út að borða í Fisketorvet laugardagskvöldið á stað sem heitir THE PRESIDENT hehe, ekta amerískur staður... maturinn sem ég fékk var nú ekkert æði en það getur nú alveg hafa verið bara pjúra tilviljun, örugglega ágætisstaður...
En já, klikkað næs helgi í alla staði! vill endilega fá fleiri svona heimsóknir!!! :P
Þær lentu reyndar í þvílíkri seinkun sunnudagskvöldið, áttu flug 22.20 en komust ekki í loftið fyrr en rúmlega þrjú útaf brjáluðu veðri þarna á Íslandi... oj bara! Hef sem betur fer aldrei lent í svona svakalegri seinkun og vona bara að ég þurfi aldrei að upplifa það... nenni því ekki alveg ;)

Við Ottó erum búin að kaupa okkur miða heim og komum við 20.des um kvöldið og förum tilbaka 28.des um miðjann dag... fáranlega stutt stopp!!!! :( en svona verður þetta víst að vera og verður maður bara aðgera gott úr því...
Verðum svo um áramótin í Hróaskeldu hjá Villa og Olgu...

Yes... ætlaði nú bara aðeins að láta vita af mér... best að koma sér í lærdóminn, það hefur nú ekki mikið verið lært á þessu heimili í nokkra daga og má maður víst ekki við því... mikilvægar ritgerðir hjá okkur BÁÐUM á döfinni og próf að byrja hjá Ottó þannig að maður verður að reyna að nýta tímann vel ( þó að við séum ekkert alltof dugleg við það...)

-adios-

P.S. nýjar myndir dottnar inn ;)

Engin ummæli: