Ég bara verð að monta mig á hvað ég á yndislega systir! Við Ottó vöknuðum í mestu makindum í gærmorgun og kíktum í póstkassann eftir að hafa fengið okkur morgunmat... (pósti er dreift út á laugardögum hérna í DK)... í póstkassanum okkar svona póstmiði þar sem stóð að okkar biði pakki úti á pósthúsi... jeii hugsuðum við, enda alltaf gaman að fá sendan pakka ;) við allavega drifum okkur að finna okkur til svo að við myndum ná út á pósthús áður en lokaði... við áttum von á þetta gæti nú varla verið stór pakki þar sem það er jú ekkert alltof ódýrt að senda svona pakka milli landa, en nei... rétti ekki bara póstkallinn mér huge pakka sem var um 5 kíló takk fyrir!!! Við ottó vorum svona eiginlega bara eins og litlir krakkar á jólunum, við vorum svo spennt að sjá hvað þetta væri! ;) það er jú alltaf gaman að fá pakka, sama hversu gamall maður er, ekki satt ;)
Allavega... við opnuðum pakkann og sáum að innihaldinu var skipt í tvennt... eitt áttum við ottó að fá og hitt áttu villi og olga að fá... en þá hafði edda verið að föndra svona pakkadagatal fyrir okkur (eitt fyrir okkur og eitt fyrir V&O) og pakkað inn 48 litlum pökkum með íslensku nammi fyrir hvern dag til jóla!!! Og hver pakki/dagur er með innihaldi fyrir tvo (mig og ottó), klikkað næst! Gæti sko ekki hafa óskað mér betri gjöf! Fengum við þrista þann 1. des (uppáhaldið hans ottó) þannig að gleðin var sko mikil á þessum bæ ;) ekkert smá sætt af henni! tusind tak aftur!!!
Annars skilaði Ottó stóru ritgerðinni sinni á föstudaginn og var það mjög svo ljúft þar sem hann hefur gjörsamlega legið yfir henni daga og nætur.. eða svona næstum! Allavega var mjög erfitt að ná sambandi við hann þessa daga... kíktum svo í Bilka og heim að slappa bara aðeins af... höfum bæði verið á fullu síðustu vikurnar og brjálæðið mun byrja aftur á morgun fyrir næstu törn þannig að þessi helgi var notuð mest í tjill og tiltekt (sem var nú alveg orðið tímabært!)
Ætluðum í bíó í gær á Bond, mig langar svo að sjá hana, en þegar við vorum komin að bíóinu okkar sáum við að það var box í gangi og engar bíósýningar... fúlt... fórum þá útá blockbuster til að tékka á spólum en þar sem við sáum enga spes ákváðum við bara að hoppa í næstu lest og fara í bíóið í Fisketorvet... þar gátum við heldur ekki séð hana þar sem það voru bara lausir miðar fyrir allrafremstu sætin og okkur langaði ekkert voðalega að sitja alveg fremst á þessari mynd! Þannig að við fengum okkur bara að borða þar, fórum aftur á blockbuster og enduðum með að horfa á Pirates of the Caribbean 2…
Yes... en er farin að horfa á Love actually! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli