sunnudagur, janúar 28, 2007

þá er maður komin aftur heim til DK eftir ÆÐISLEGA ferð til Sverige!!!

vorum lengi búin að pæla í að fara til Þýsklalands á HM en komust svo að því að það væri alltof dýrt þannig að við ákváðum bara að taka bílaleigubíl og keyra til Svíþjóðar þar sem Ottó langaði að fara þangað og mig langaði að hitta rúsluna mína í Stokkhólmi :)

lögðum af stað á þriðjudagin og fórum til Örebro þar sem við vorum hjá frænku minni og manninum hennar í eina nótt... þar gerðist sko margt merkilegt.... ;) miðvikudagsmorguninn fórum við á einhver HUGE markað þarna í bænum og á röltinu kom einhver gaur frá fréttunum í sænska sjónvarpinu í átt að okkur og labbaði bara beint að mér og fór að spyrja mig FULLT af spurningum! haha... ég bara eins og auli reyndi að svara honum á ensku, held samt að það hafi komið ansi skrautlega út þar sem þetta var jú eiginlega bara það síðasta sem ég átti von á! :D en já... fréttirnar í Svíþjóð! ég semsagt bara varð famous fyrsta daginn minn þarna... hehe geri aðrir betur! ;)

fórum svo uppúr hádegi til Völu og vorum komin til hennar um þrjú fjögur leytið... í kjölfarið fengum við rosalega skemmtilega daga... fórum t.d. á Gamla Stan, kaffihús, WILLY:S, í bæinn, í baráttu um skó, Levinsky's og svo má ekki gleyma gullmolum eins og "er þetta svona, dömubindi?", "ÞAÐ ER SÆÐI Í ÚLPUNNI MINNI" og fleira bilað! haha, æjh smá einkahúmor hér á ferð ;) en þetta var semsagt ÆÐI PÆÐI!!

svo má ekki gleyma hvað Svíþjóð er brjálað fallegt land! held að við höfum tekið um 500 myndir og Ottó fannst þetta svo fallegt land að hann var barasta mestmegnis með myndavélina! en vá, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum né myndum hvað þetta var allt fallegt! fólk verður bara að fara þangað sjálft til að sjá það ;)

úff, svo vöknuðum við ýkt dugleg klukkan 7 í morgun, ekki að nenna þvi en ákváðum að herða okkur og drífa okkur af stað til að hafa birtuna með okkur... stoppuðum svo í WILLY:S á tveimur stöðum og misstum okkur aðeins... þetta er semsagt svona HUGE búð, klikkað ódýr og við nýttum okkur það heldur betur og troðfylltum bílinn!! haha! þetta var bara einum of fyndið, ottó var eins og lítill krakki í stórri leikfangabúð, Auður, kaupum svona, og svona, og svona, þetta er svo ódýrt Auður, við verðum að kaupa svona... bla bla...................................... hahaha! æjh þetta var bara svo fyndið þar sem þetta er yfirleitt akúrat öfugt! ;)

heyrðu já, svo keypti ég mér klikkaða skó í Stokkhólmi... ætlaði að kaupa þá í gær en þá var búið að taka þá frá fyrir einhverja konu en stelpan sagði að ef hún kæmi ekki áður en búðin lokaði þá væru skórnir mínir... og ég sem langaði svo obboslega í þessa skó gat náttúrlega ekki látið þetta tækifæri fara framhjá mér ;) þannig að.... við fórum heim þar sem það var aðeins of langt í að búðin lokaði, ooooog við STEINsofnuðum!! vöknuðum svo og föttuðum að við myndum varla ná í búðina fyrir lokun þannig að við settum í fimmta gír og lögðum líf okkar (nánast) að veði fyrir eitt skópar! ;) hehe, ottó og vala stóðu sig eins og hetjur í baráttunni um skóna! love you guys!!

en yebbs... ætlaði bara aðeins að láta heyra í mér... æðislegt að netið er komið í lag! vorum búin að vera netlaus í tvær vikur ÁÐUR en við fórum til Svíþjóðar! alger bögg... en já... ottó er löööngu farinn að sofa og ég er að pælí að fara að skríða upp í rúm!

ooog... takk fyrir okkur Vala! :*

~knús~

5 ummæli:

Vala Rún sagði...

Takk fyrir komuna segi ég nú bara:) Ótrúlega gaman að fá ykkur i heimsókn og þið eruð alltaf velkomin aftur í heimsókn! hlakka til að kíkja til ykkar í Köben... haha dömubindi og sæði í úlpunni, ég veit ekki hvað fólk á eftir að halda um okkur!:P hihi

Nafnlaus sagði...

Hehe þið eruð skondnar skrúfur... ;) En já, það var nú alveg kominn tími á þig að skrifa eitthvað stelpa! :D Búin að bíða lengi eftir þessu :P Hehhe... :)
Kv frá Klakanum og knús og kossar :)

Nafnlaus sagði...

hehe já, held að það sé nokkuð öruggt að við séum skondnar skrúfur! ;)

vala nú er ég bara að bíða eftir þér til DK.... can't wait! :P

og karó, það er mail á leiðinni til þín...! :)

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá hvað þið hafið það gott sætu!:)
Knúsílús

Nafnlaus sagði...

knús knús :)